Rauða málningin - er eitthvað að frétta?

Eftir hrunið vakti það nokkra athygli ð að hópur manna, rauðliðar  heimsótti fólk og  sletti rauðri málningu á hús þeirra. Þetta virtist ekki vera tiltökumál fyrir ráðamenn fyrr en dómsmálráðherra fékk slíka heimsókn. Nokkra athygli vakti líka að þessir málningarmenn voru snobbarar. Þeir ákváðu þannig að skvetta ekki á hús Baugsfeðga, en völdu aðra útrásarvíkinga sem fórnarlömb. Nýverið var skvett málningu á hús AGS og aðilar handteknir. Það þarf ekki sterkt ímyndunarafl að draga þá ályktun að hér væru rauðliðarnir, og málararnir komnir. Engar fréttir hafa hins vegar af niðurstöðu af handtökunum eða yfirheyrslum í framhaldi. Sennilega stafar það af afar fámennri fjölmiðamannastétt.

Öflugur Talsmaður neytanda

Gísli Tryggvason er hefur með faglegum vinnubrögðum sínum skapað embætti Talsmanns neytenda skapað embættinu almenna virðingu. Aðhald embætta eins og Umboðsmaður Alþingis og Talsmaður neytenda eru embætti sem veita aðhald, en það var eitt af því sem á skorti í hruninu. Því miður hefur þessi ríkisstjórn ekki sýnt neina tilburði til þess að virða slíkt aðhald. Tilmæli Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins hefur orðið þessum stofnum til mikillar minnkunar og fingraför ríkisstjórnarinnar hafði ekki verið þurrkuð af tilskipunum.
mbl.is Afturkalli tilmæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband