Hver er uppáhaldsútrásarvíkingurinn þinn?

Þjóðinni er skipt upp í aðdáendur Liverpool, Chelsea eða Manchester United. Örfáir halda með öðrum félögum. Það er sama hvort við förum í leikskólana, grunnskólana eða elliheimilin allir skipta sér í fylkingar. Þegar kemur að útrásarvíkingunum þá eru flestir sem setja þá undir sama hatt. Þeir eru útrásarvíkingar og búa á næsta bæ við hryðjuverkamenn. Smá saman hefur viðhorfið breyst, aðeins lítill hluti þjóðar hatar þessa menn. Virðing fyrir útrásarvíkingunum hefur þó borðið allnokkra hnekki.

Nú hefur einn útrásarvíkingurinn tilkynnt að hann muni greiða upp allar sínar skuldir Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var meðal fjárfesta í gagnaveri sem verið er að reisa á Reykjanesi. Hann var að afsala sér sínum hlut, til þess að fyrirtækið kæmist á stað. Alþingismenn vildu ekki að Björgólfur yrði hluta eigandi að rekstrinum. Sömu Alþingismenn eru ekki eins viðkvæmir fyrir því að annar útrásarvíkingur eigi rúmlega helming fjölmiðla landsins, og baraátta hefur verið fyrir því að hann og/eða fjölskylda hans eigi áfram hluta í Bónuskeðjunni. Alþingismenn eru sem sagt farnir að eiga sér sína uppáhalds útrásarvíkinga. 

Ég vil að gefnar verði út myndir af útrásarvíkingunum, eins og leikaramyndirnar voru forðum. Við söfnum síðan okkar uppáhalds útrásarvíkingum?

Hver er uppáhalds útrásarvíkingurinn þinn?


Er tími kattanna að renna upp?

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segist ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði kaup Magma Energy á HS orku ekki gerð ógild. Það sé skýlaus krafa þingflokksins að þeim verði að rifta, ekki sé nóg að takmarka nýtingarréttinn. Hún vísar til þess að hagfræðingar haldi því fram  að þessar auðlindir okkar séu einn almesti styrkur Íslands til frambúðar. 

Iðnaðarráðherra er með önnur sjónarmið, en Lilja Mósesdóttir er ákveðin og segist ekki muni styðja ríkisstjórnina ef samningum við Magna verði ekki rift. Spurningin er hversu margir muni fylgja Guðfríði Lilju ef samningurinn verður látinn halda. 


Nýr hræðsluáróður ESB!

ESB sinnum hefur tekist herfilega að sannfæra þjóðina um að við ættum þangað hið minnsta erindi. Rökin fyrir aðild eru svo fátækleg að stuðningur við aðildarumsókn hefur farið úr rúmum 65% í um 30%.  Það er að vísu mikið afrek, en stuðningurinn er sífellt á niðurleið.

Neyðarvopnið er: Hvað gerist þegar AGS fer? Þá hrynur allt og við förum á hausinn. Uffe Elleman Jensen fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur benti okkur Íslendingum á, að við ættum ekki að leita að efnahagslegum rökum, ef við ætluðum í ESB, heldur pólitískum. ESB væri friðarbandalag. Á þetta hafa fleiri bent á, en hér halda ESB sinnar þessum rökum leyndum fyrir þjóðinni. Að vísu hafa einhverir ESB sinnar að Íslendingar tækju slíkum rökum aðeins sem brandara, og því engin ástæða til að vera að veifa þeim upplýsingum. 

Hræðsluáróðurinn virkar hins vegar ekki á þjóðina frekar en neitt frá þessu fólki kemur. 


Bloggfærslur 25. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband