Vilja menn blóð?

Landsdómur er ætlað að fjalla um sekt eða sakleysi fjögurra fyrrum  ráðherra, þeirra Geirs Haarde, Árna Matthísen, Ingibjargar  Sólrúnar Gísladóttur og Björgvins G. Sigurðssonar.  Í ljósi þess ef tökum réttar ákvarðanir í 60% tilfella, erum við taldir snillingar, er spurning hvort ekki ætti að dæma fleiri fyrrum ráðherra og þá ekki bara úr síðustu ríkisstjórn heldur einnig eldri. Hvað með ráðherra núverandi ríkisstjórnar, þeir hafa sannarlega gert alvarleg mistök með gerðum sínum og ekki síst með aðgerðarleysi sínu. Á meðan við treystum flugfreyjum, pípulagningarmönnum, jarðfræðinemum, dýralæknum ofl. fólki sem hefur afar takmarkaða þekkingu á verkefnum ráðuneytanna til þess að sitja í ráðherrastólum, munu verða gerð alvarleg mistök. Ef við ætlum að breyta því þurfum við að breyta núverandi vali ráðherra. 

Þeir sem vilja blóð nú, ættu að huga að framhaldinu. Svavar Gestsson sýndi alvarlegan dómgreindarskort þegar hann tók að sér formennsku í samninganefnd um Icesave. Hann hefur misst mannorð sitt, sem hann mun eiga nokkurn tíma til að endurheimta. Við skulum vera minnug þess að Svavar hefur gert marga góða hluti. Það hafa þeir einnig gert ráðherrarnir fjórir sem hafa verið nefndir sem eiga að fara fyrir Landsdóm. Hvað með Jóhönnu, Össur, Steingrím, Þorgerði ofl? Aftökur voru á árum áður notaðar til þess að vara menn við? Er það alveg víst að það meðal sé við þurfum helst á að halda nú?

 


mbl.is Takast á um tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband