Vinur minn Svavar

Ég horfði á hálftíma þátt með Svavari Gestssyni á sjónvarpsstöðinni Inntv. Það var snjallt útspil hjá Yngva Hrafni að skora á Svavar Gestsson að vera með þátt á stöðinni, og það var klókt hjá Svavari að þekkjast boðið. Þegar starfsferill Svavars í utanríkisþjónustunni var á enda leitaði Steingrímur Sigfússon til Svavars að taka að sér formennsku í samninganefnd um Icesave við Breta og Hollendinga. Ég hef ekki heyrt annað en að Svavar hafi staðið sig mjög vel sem sendiherra og því var þetta lokaverkefni algjör afglöp. Mannorð Svavars bar alvarlega hnekki. Þetta skynjar Svavar og hann hefur leitast að ná mannorðinu með blaðaskrifum og viðtölum, sem bara hafa gert illt verra. Maður sem viðurkennir ekki alvarleg mistök, fær ekki virðingu.

Viðmælandi Svavars í kvöld var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Að venju kemur hún vel fyrir. Mann hlakkar til þegar hún tekur við sem formaður VG. Þarna komu saman tveir menntamálaráðherrar hann var fyrir Alþýðubandalagið og hún fyrir VG. Hún full sjálfstraust, hann ekki. Samt var áhugavert að horfa á þáttinn. 

Tveir efnisþættir vöktu athygli mína. Svavar sagði það sína skoðun að sú gagnrýni sem hefði komið fram að framkvæmdavaldið væri of valdamikið á kostnað löggjafavaldsins, og einnig á vald formanna flokkana. Katrín var vandræðaleg með þessa yfirlýsingu Svavars og fjallaði um störf Alþingis í staðinn. 

Hinn þátturinn var að Svavar spurði um Landsdóm og umfjöllunarefni Alþingis um þau mál. Svavar spurði hvort ekki ætti að nú að gera upp við frjálshyggjuna. Svavar hefur sjálfsagt verið hugsað til þess að pólitískan dóm vantaði þegar kommúnisminn hrundi. Sjálfur hefði hann eflaust fengið á sig dóm ef slíkur pólitískur dómstóll hefði farið fram. Lét Jón Baldvin Hannibalsson ekki kanna samskipti Svavars við Stasi á sínum tíma, þó lítið hafi komið fram um það mál. Katrín svaraði fimlega, þó að hún færi rangt með þar sem hún talaði um algjört afskiptaleysi sem helsta einkenni frjálshyggjunnar. 

Það var gaman að sjá Svavar í þættinum, Katrín er líklegri til þess að ná lengra í pólitíkinni en Svavar gerði nokkru sinni. Ef Svavar hættir að réttlæta gjörðir sínar varðandi Icesave, heldur áfram  á Inntv, tileinkar sér aðeins lýðræðislegri þáttarstjórn, mun hann eflaust með tímanum öðlast eðlilega virðingu að nýju. Það væri mér sannarlega ekki á móti skapi.


Mikilvægur stuðningur

Samkvæmt frétt á Visi.is í dag segir:

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við De Telegraaf, stærsta dagblað Hollands, að Hollendingar hafi ekkert að óttast í Icesavemálinu. Icesave verði borgað.

Reuters segir frá þessu í dag og vitnar í De Telegraaf. „Hollendingar geta andað rólega. Peningum þeirra verður skilað til baka," er haft eftir Steingrími.

Fram kemur hjá Steingrími að Íslendingar vilji fá lausn á Icesavedeilunni og vilji gera upp þessa skuld. Hinsvegar sé slík greiðsla háð þeim skilyrðum sem krafist verður.

Reuter rifjar upp að helstu ágreiningsatriðin í Icesavedeilunni séu tímalengdin á endurgreiðslunum og hvaða vexti skuldin á að bera. Þess er einnig getið að samningaviðræður hafi hafist að nýju í Holladi fyrr í þessum mánuði.

Ef rétt er eftir haft er Steingrímur að veita Hollendingum mikinn stuðning í málinu, sem ekki veitir af þegar illa árar. Mikið væri nú gaman ef fjármálaráðherra okkar veitti okkur Íslendingum svona stuðning. Það gerist örugglega þegar hann er búinn að koma okkur í ESB.


Bloggfærslur 18. september 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband