Leikur Íslands og Noregs var áhugaverður af ýmsum ástæðum.
1. Lið Íslands var síst verra án Eiðs Smára, en með honum innanborðs. Við hefðum getað unnið leikinn. Dómar féllu ekki með okkur. Við náðum stöðu en héldum henni ekki. Hins vegar var fyllingin í liðinu ekki nóg og við gáfum of oft boltann frá okkur, með ómarkvissum sendingum eitthvað frammávið.
2. Lið Íslands er tæknilega betra en áður, sem segir okkur að yngri leikmenn eru betur þjálfaðir en við höfum áður verið með í landsliðinu. Það leiðir hugann að því hvort ekki hefði verið betra að nota frekar eldri leikmenn í þessum leik og leikinn á móti Dönum og leggja áherslu á að reyna að koma u21 liðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins.
3. Ef við hefðum ætlað að ná árangri í þessari keppni, þá var skylda að sigra Norðmenn á heimavelli. Til þess hefði liðið þurft að vera aðeins betra.
4. Drilló þjálfari Norðmanna, er höfundur af leiðinlegasta bolta sem spilaður hefur verið í Evrópu. Þessi tegund af fótbolta er stundum lýst með Kick and run, eða gamla enska boltanum. Drilló þess var síðan fluttur til Englands og þjálfaði þar í afar stuttan tíma. Englendingar sendu hann til baka með þeim skilaboðum að leikstíll hans væri móðgun við fótboltann. Hérlendis hefur lengi verið hjörð sem segir að það skipti engu máli hversu góður boltinn sé, það eitt að vinna skiptir máli. Þeirra vegna var afleitt að Norðmenn hafi unnið leikinn, það áttu þeir sannarlega ekki skilið að gera.
Annars góðir punktar, og langt frá því að vera leiðinlegt að horfa á þennan leik.