Áhugaverður leikur - af ýmsum ástæðum.

Leikur Íslands og  Noregs var áhugaverður af ýmsum ástæðum.

1. Lið Íslands var síst verra án Eiðs Smára, en með honum innanborðs. Við hefðum getað unnið leikinn. Dómar féllu ekki með okkur. Við náðum stöðu en héldum henni ekki. Hins vegar var fyllingin í liðinu ekki nóg og við gáfum of oft boltann frá okkur, með ómarkvissum sendingum eitthvað frammávið. 

2. Lið Íslands er tæknilega betra en áður, sem segir okkur að yngri leikmenn eru betur þjálfaðir en við höfum áður verið með í landsliðinu. Það leiðir hugann að því hvort ekki hefði verið betra að nota frekar eldri leikmenn í þessum leik og leikinn á móti Dönum og leggja áherslu á að reyna að koma u21 liðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins. 

3. Ef við hefðum ætlað að ná árangri í þessari keppni, þá var skylda að sigra Norðmenn á heimavelli. Til þess hefði liðið þurft að vera aðeins betra. 

4. Drilló þjálfari Norðmanna, er höfundur af leiðinlegasta bolta sem spilaður hefur verið í Evrópu. Þessi tegund af fótbolta er stundum lýst með Kick and run, eða gamla enska boltanum. Drilló þess var síðan fluttur til Englands og þjálfaði þar í afar stuttan tíma. Englendingar sendu hann til baka með þeim skilaboðum að leikstíll hans væri móðgun við fótboltann. Hérlendis hefur lengi verið hjörð sem segir  að það skipti engu máli hversu góður boltinn sé, það eitt að vinna skiptir máli. Þeirra vegna var afleitt að Norðmenn hafi unnið leikinn, það áttu þeir sannarlega ekki skilið að gera. 

Annars góðir punktar, og langt frá því að vera leiðinlegt að horfa á þennan leik. 


mbl.is Norðmenn svöruðu tvisvar og unnu 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingin er hafin!!!!

Tryggvi Herbertsson bloggar í dag:

 

9 af 10 ráðherrum ríkistjórnarinnar eru úr Alþýðubandalaginu.

Forsetinn er úr Alþýðubandalaginu

Seðlabankastjóri er úr Alþýðubandalaginu

Aðstoðarseðlabankastjóri er úr Alþýðubandalaginu

Datt í hug línan úr ljóðinu fagra: „The Lunatics Have Taken Over the Asylum“

Þessu til viðbótar: 

Á sama tíma hefur landsframleiðsla  dregist saman um 8,4%% að raungildi frá 2. ársfjórðungs 2009 til 2010. 

Met verður sett í fjölda uppboða á hýbýlum landsmanna nú á haustmánuðum. 

Svo kemur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og lýsir síðan yfir mikilli ánægju með stórkostlegan árangur ríkisstjórnarinnar í stjórn efnahagsmála. 

Eigum við kjósendur þetta skilið?

 

 


Á tíma manns númer 2.

Hversu oft höfum við séð tvo einstaklinga stefna að  forystu á mismunandi sviðum. Annar verður ofaná og í framhaldinu kemur góður tími. Svo kemur að því að maður númer 1 víkur eða fer, og á hliðarlínunni bíður maður númer 2. Með reynslu, hafandi tekið þátt, stundum hörkuduglegur. Við tekur skelfilegt tímabil. Stefnuleysis, stjórnleysis og oft á tímum óheilinda.

Bloggfærslur 3. september 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband