Oddvitaraunir

Margir sem bjóða sig fram til sveitarstjórar hafa harla litla hugmynd um hvað bíður þeirra. Stundum er fyrst farið út í prófkjör eða raðað er niður á lista, en sjaldgæft er að um persónukjör, en þá hafa engir listar boðið fram. Hvort sem fram fer prófkjör eða raðað er á lista, þarf að velja oddvita hafi fleiri en einn komist í sveitarstjórn. Það getur verið efsti maður á lista, sem oftast er, en getur líka verið einstaklingur valinn af stofnunum viðkomandi flokks eða bæjar eða sveitarstjórnarfulltrúunum.

Mjög útbreiddur misskilningur er hvað fellst í því að vera oddviti. Margir halda að oddviti sé einhvers konar einræðisherra sem eigi að taka allar ákvarðanir fyrir fulltrúana. Ástæða þessa misskilnings er eflaust sá að oft velst reynslumesti einstaklingurinn í hverjum sveitarstjórnarflokki sem oddviti. Sá hefur reynslu og þekkingu, sem oft gerir honum auðveldara að taka ákvarðanir. Önnur skýring er að í öfgahópum lengst til hægri og því miður lengst til vinstri og langt inn að miðju stjórnmálanna er lýðræðishefðin afskaplega lítil og vilji til alræðislegra stjórnarhátta mikill.

Staðreyndin er sú að í oddvitahlutverkinu fellst afar lítið vald, nema fulltrúarnir í sveitarstjórn ákveða annað. Hver og einn fulltrúi í sveitarstjórn er kjörinn og ber að fara eftir eigin sannfæringu.  Ef einstaklingur í sveitarstjórn ákveður að yfirgefa flokk sem hann er kjörinn fyrir, þarf hann ekki að hætta í sveitarstjórn heldur getur haldið áfram, annað hvort sem utan flokka eða gengið í annan flokk.  

Ef tveir fulltrúar eða fleiri eru fyrir sama stjórnmálaflokk ræða þeir oftast saman um afgreiðslu þeirra mála sem fyrir liggja í sveitarstjórn. Þeir geta komist að sameiginlegri niðurstöðu, en þeir geta líka verið með misjafnar áherslur og t.d. komið með breytingartillögu eða tillögur. Þegar fulltrúar stjórnmálaflokks í sveitarstjórn eða á Alþingi eru alltaf sammála um allar tillögur til lengri tíma, er mjög líklegt að  skoðanakúgun ríki innan hópsins og skiptir þá litlu hvort einn fulltrú sé til staðar, eða fleiri. Þetta er veikleikamerki sem oft kemur ekki fram nema á löngum tíma. Kemur oft fram í því að þeir sem taka við af oddvita, algjörlega ónothæfir enda aldir upp þar sem hlýðnin er aðaleinkenni.  

Oddvitar sem uppgötva að þeir hafi ekki verið kosnir einræðisherrar, fyllast oft vanmáttarkennd. Slíkt getur farið á sálina á fólki, og skapað margvísleg vandamál, háan blóðþrýsting, skapsveiflur, svefnleysi og kyndeyfð. Þetta getur orðið vítahringur, sem erfitt getur verið að komast út úr nema með meðferð og fræðslu. Fræðslu um lýðræði og lýðræðislegar venjur og hefðir. Þá getur ráðgjöf í sjálfstyrkingu komið að gagni. Stjórnmálamenn verða að læra að vinna með lýðræðið og nota það, slíkir stjórnmálamenn flokkast þá undir að vera leiðtogar, en því ná afar fáir stjórnmálamenn. 

 


Bloggfærslur 15. janúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband