17.1.2011 | 00:27
Næsti formaður Samfylkingarinnar?
Allir flokkar eru nú komnir í startholurnar að ganga til kosningar. Ríkisstjórninni er gefið líf í 2-4 mánuði og þá verði sett upp bráðabirgðastjórn fram að kosningum. Vegna þessa er kominn pirringur í flokkana, þar sem margir kandídatar eru komnir með formanninn í magann. Vandamálið er að aðeins einn formaður verður valinn og hinir verða þá að lifa í voninni að ,,þeirra tími muni koma".
Ég fékk sérfræðinga í flokkunum til þess að spá í spilin. Listaðir voru þeir sem helst kæmu til greina og þá helst litið til Alþingis og sveitarstjórna, en einnig leitað til atvinnulífsins.
Talað hefur verið um að Samfylkingin sé í miklum forystuvanda, þegar listinn er skoðaður eiga þeir talsvert af góðu fólki. Vandinn er helst sá að þeir sem koma helst til greina skortir heldur meiri reynslu.
Þrjú röðuðu sér á toppinn.
1-3 Guðbjartur Hannesson hefur komið afar öflugur inn sem félagsmálaráðherra. Nýtur traust og virðingar með framgöngu sinni. Gæti komið Samfylkingunni í aftur í ríkisstjórn með öfgalausri framkomu.
1-3 Bryndís Hlöðversdóttir nýráðin rektor á Bifröst. Nýtur virðingar bæði á vinnustað og einnig á Alþingi. Hvíld frá Alþingi talin hafa styrkt hana frekar en hitt. Mjög frambærileg.
1-3 Kristrún Heimisdóttir fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur . Skelegg, beitt og kemur sínum málstað fram á skýran hátt. Hún hefur veika stöðu að koma sér á framfæri.
4 Gunnar Svavarsson fyrrum formaður fjárlaganefndar. Naut traust langt út fyrir sinn stjórnmálaflokk. Vel liðin og glöggur. Með mikla reynslu.
5-6 Dagir B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mörgum finnst hann hafa misst flugið. Notar of oft, of mörg orð án þess að koma innihaldi til skila. Fylgistap í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafa einnig hafa reytt margar fjaðrir af honum.
6 Lúðvík Geirsson fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Með mikla reynslu og nýtur virðingar.
7. Össur Skarphéðinsson kemur í sjöunda sætið, þrátt fyrir að hann vilji alls ekki verða formaður. Sennilega er það rétt hjá honum að hann sé ekki rétti maðurinn, en Össur hefur mikið vald í flokknum og mun eflaust hafa talsvert um það að segja hver verður valinn. Er með skemmtilegri og öflugri mönnum þegar hann vill það við hafa.
8-9 Ragnheiður Hergeirsdóttir fyrrum bæjarstjóri Árborgar. Röggsöm og áhugaverður stjórnmálamaður.
8-9 Magnús Orri Schram. Mjög efnilegur þingmaður. Helsta von þeirra sem vilja toga flokkinn örlítið til hægri. Hefur komið vel út á sínu fyrsta þingi.
10-13 Árni Páll Árnason, var talinn eiga góða möguleika í formannsslag, en tekist of oft illa upp sem félagsmálaráðherra. Kemur vel fyrir, en dettur síðan niður á samskiptaplan sem hæfir ekki formanni í stjórnmálaflokki.
10-13 Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur oft komið vel út, en síðan hverfur hún á milli. Þykir ekki nógu afgerandi.
10-13 Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra. Á ágæta kafla, en vantar nokkuð á að verða formaður.
14. Björgvin G. Sigurðsson verður ekki formaður, en á góða punkta.
Líklegasta niðurstaðan er að Guðbjartur Hannesson verði valinn formaður eins og staðan er í dag. Það styrkir stöðu hans að það er talið stutt í að kosið verði. Í dag er hann nærtækastur, en hann er er líka valkostur sem fylkingar innan Samfylkingarinnar eru líklegar til þess að sættast á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 17. janúar 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10