Næsti formaður Framsóknar

Eftir hrun var það Framsóknarflokkurinn sem var fyrstur til þess að taka til í eigin flokki. Í Framsókn var í raun allt í rjúkandi rúst og síðasta von gömlu valdhafanna var að stilla Páli Magnússyni sem formannsefni, en mögum á óvart kolféll hann í kjöri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vann óvænt formannsslaginn við Höskuld Þorhallsson. Sigmundur spilaði óvænt út spili þegar ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar riðaði til falls og bauðst til þess verja minnihlutastjórn Samfylkingar  og VG gegn vantrausti, gegn skilyrðum. Forystumönnum Samfylkingar og VG fannst tilvaldið að gjalda Sigmundi þessa spilamennsku með því að stinga hann í bakið og vonast þannig með að rústa Framsóknarflokknum. Eftir kosningar þurfti Jóhanna og Steingrímur ekki lengur á Framsókn að halda. Sigmundur kom með afar merkilegt útspil, eftir vinnu með utanaðkomandi hagfræðingum 20% niðurfærsla skulda. Ríkisstjórnin hafnaði að skoða tillöguna, og þá kom útspil hins unga formanns Framsóknar, að fara út til Noregs og leita eftir samstarfi við þá varðandi efnahagsuppbygginguna. Aftur var hugmyndum vísað á bug af ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð virkaði eins og Þorsteinn Pálsson eftir niðurlæginguna fram þeim Jón Baldvin og Steingrími Hermannssyni þegar ríkisstjórninni var slitið í beinni. 

Nú man enginn eftir stuðningnum við minnihlutastjórn Samfylkingar og VG, og enginn eftir snautlegri ferð til Noregs. Sigmundur man hins vegar eftir vinnubrögðum Samfylkingar og VG, sem ekki geta búist við samstarfi við Framsókn í náinni framtíð. Sigmundur hefur valið að styrkja vinnu í þingflokkum sem er einn þéttasti á þingi. Niðurstaðan er: 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður áfram formaður Framsóknarflokksins eftir næstu kosningar og kemur reynslunni ríkari. 

sigmundur_davi_1054818.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrír þingmenn koma næstir:

2-5 Birkir  Jón Jónsson sem kom ungur inn á þing og er að skólast vel. 

2-5 Eygló Harðardóttir sem hefur vakið athygli fyrir vandaðan málflutning

2-5 Höskuldur Þórhallsson sem tapaði kosningaslag við Sigmund Davíð, og er afar rökfastur. Vaxandi þingmaður. 

6 Guðmundur Steingrímsson átti erfitt uppdráttar sem  Framsóknarmaður í erfiðu kjördæmi. Hann hefur hins vegar mjög áhugaverða takta sem gæti skilað honum langt. Ný vídd í Framsókn.

7-9Sigurður Ingi Jóhannsson er vaxandi þingmaður svo og 

7-9 Gunnar Bragi Sveinsson

7-9 Vigdís Hauksdóttir sem stundum minnir mann á keppanda í Morfískeppni, sem alls ekki passar inn í pólitíkina í dag, Hins vegar á hún áhugaverða og málefnalega spretti. 

10 Sif Friðleifsdóttir er á útleið í pólitíkinni og á val að enda pólitíkina með einhverri reisn, eða ganga til samstarfs við ríkisstjórnina. 

11 Páll Magnússon fékk eitt atkvæði, en erfitt er að  sjá hvaða erindi hann hefur að nýju í pólitíkina. 

Framsókn er í miklu uppbyggingarstarfi. Koma verður í ljós hverju það skilar. Það verða ekki formannskipti í Framsókn á næstunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er að koma sterkur upp eftir að hafa fengið á sig brotsjó í byrjun ferilsins. Hann er þegar byrjaður að hlægja, sem sá síðasti, og  hann hlær nú best. 

 


Næsti formaður VG

Það verður að teljast líklegt að þegar stjórnin fari frá, hætti Steingrímur Sigfússon sem formaður. Að öðrum kosti er  líklegt að VG endi eins og Frjálslyndi flokkurinn í höndunum á Guðjóni Arnari. VG vann ótrúlegan kosningasigur síðast, en búast má við talsverðu fylgistapi næst. Ástæðurnar eru margar. Sú fyrsta er að Steingrímur Sigfússon reyndi að knýja Icesavesamninginn í gegn. Umburðarlyndi VG við umsókninni í ESB og síðan aðgerðarleysið í uppbyggingu atvinnulífsins að nýju.

Þinglið VG skiptist í tvennt. Fjórir sterkir einstaklingar  sem ráðherrar. Steingrímur, Katrín, Svandís og Ögmundur. Órólega deildin Atli, Lilja, Ásmundur og Guðfríður og svo einhverjir sem enginn man eftir að séu á þingi.

Af sveitarstjórnarmönnum  koma þrír upp á borð.

Listinn er eftirfarandi. 

 

1-3 sæti Katrín Jakobsdóttir kom ung inn í varaformannsembættið. Hún er vel liðin og gæti leitt VG inn í nýja tíma. Komin með reynslu og gæti náð sáttum innan flokksins, sem er algjör nauðsyn. 

1-3 sæti Ögmundur Jónasson, hefur  meiri tilfinningu fyrir grasrótinni en flokksforystan hefur. Hefur skapað sér  stöðu innan VG sem enginn þorir lengur að hrófla við. Gagnrýninn en þykir jafnframt refur í pólitík. 

1-3 sæti Lilja Mósesdóttir einn vinsælasti þingmaðurinn í dag. Ef flokkurinn nær ekki sáttum við Lilju, er líklegt að hún stofni sinn eigin flokk og sá gæti orðið stærri en VG. Hún hefur virðingu langt  útfyrir VG. Fagleg kunnátta í efnahagsmálum meiri en allir þingmenn og ráðherrar VG hafa til samans.

4. Svanhvít Svavarsdóttir. Eiturbeittur stjórnmálamaður og  þrælmælsk. Hún hefur þurft að hafa hægt um sig, eftir að faðir  hennar ákvað að nenna ekki lengur  að hangsa með Icesave. Gæti náð vopnum sínum að nýju, en getur ekki beitt sér nú. 

5. Ásmundur Einar Daðason. Formaður Heimsýnar. Öflugur baráttumaður sem fer eftir eigin sannfæringu.  Ásmundur er efni í topppólitíkus. Hann hefur spilað vel úr sínum spilum í vetur og nýtur virðingar langt út fyrir raðir VG. 

6-7 Atli Gíslason  fer ótoðnar slóðir og hefur skapað sér sess. Hefur reynslu og staðfestu. 

6-7 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mjög óvenjuleg og greindur þingmaður. Getur verið óútreiknanleg en góð teymismanneskja.

8 Þorgrímur Guðbjartsson fyrrum oddviti í Dalabyggð. Vann stærsta sigur VG í sveitarstjórnarkosningum. Mjög hugmyndaríkur hugsjónarmaður, skarpgreindur og  kunnáttumaður  til verka. 

9. Karl Tómasson sveitarstjórnarmaður í Mosfellsbæ. Hefur  þótt fara óvenjulegar leiðir til þess að ná árangri og þannig náð mörgum góðum málum fram. 

10. Árni Þór Árnason þingflokksformaður VG og fyrrum borgarstjórnarfulltrúi úr Reykjavík. Við hann voru bundnar talsverðar vonir, en hann haldið illa á möguleikum til að ná sáttum innan VG. Gæti verið á útleið.  

11. Ólafur Þór Gunnarsson bæjarstjórnarmaður úr Kópavogi. Fékk eitt  atkvæði, með umsögninni. Hann er læknir og því hlýtur eitthvað að vera í hann spunnið. Önnur umsögn. Minnir á rakka sem hefur verið laminn ílla sem hvolpur, ofurhlýðinn. Gæti haft hæfileika til þess að lyfta sér úr  þessari aumkunarverðu stöðu. 

Langlíklegast er að Steingrímur stigi til hliðar og Katrín Jakobsdóttir taki við. Til þess að halda VG saman verður að taka Lilju inn í flokksforystuna. Kjósi Katrín ekki að fara í formanninn er Ögmundur mjög heitur. 


Bloggfærslur 18. janúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband