Nú árið er liðið.

Já nú er ár liðið frá því að Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði að skrifa undir lög um Icesave og vísaði afgreiðslu til þjóðarinnar. Fyrir mér sem hafði haft Ólaf Ragnar Grímsson sem kennara, hvarflaði það ekki að mér eina einustu mínútu að hann afgreiddi málið með öðrum hætti. Þeir sem héldu annað, annað hvort þekktu Ólaf Ragnar ekki eða héldu að hann væri einungis pólitískur leiksoppur vinstri aflanna í þjóðfélaginu.

Ólafur hafði áður hafnað að skrifa undir lög, fjölmiðlalögin svokölluðu. Margir gagnrýna hann fyrir að hafa gert það vegna þess að Alþingi hafði afgreitt lagafrumvarpið. Ég kaupi það ekki. Davíð Oddson hafði í langan tíma haft ægivald á Alþingi og þá lagt þetta frumvarp fram. Andstaðan við frumvarpinu var að miklu leiti til þess að vera á móti Davíð Oddsyni, en ekki efni fjölmiðlafrumvarpsins. Nokkuð góð samstaða náðist síðar um breytingar á frumvarpinu, en þá hafnaði Ólafur undirskrift laganna. Þótti mörgum Ólafur þannig vera að gera upp mál við Davíð Oddson annars vegar og við ákveðna útrásarvíkinga hins vegar. 

Í ljósi þessa og að mjög mikil andstaða var við afgreiðslu Icesavemálsins stóð Ólafur Ragnar Grímsson í lappirnar og vísaði málinu til þjóðarinnar. Í ljósi þess sem síðar hefur komið í ljós, var ákvörðun Ólafs afar skynsöm, og andstaða vinstri aflanna og viðbrögð afar óskynsöm. Í stað þess að skammast sín og viðurkenna mistök sín, hata margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar Ólaf Ragnar Grímsson. Það verður þá bara svo að vera. 

Góður vinur minn, mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarflokkana, en andstæðingur ríkisstjórnarinnar, sagði mér að stærsti sigur ríkistjórnarflokkana á síðasta ári,  hafi verið að hafa komið í veg fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn maður ársins 2010. 


Bloggfærslur 5. janúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband