Samfylkingin snýr við blaðinu varðandi ESB, er nú á móti aðild!!

Aðalsamningamaður Samfylkingarinnar í ESB málinu, Þorsteinn Pálsson sagði frá því í dag að Samfylkingin hefði nú ákveðið að leggjast gegn aðild Íslands að ESB. Það gerði Samfylkingin með  stefnu Samfylkingarinnar í kvótamálinu. Núverandi kvótakerfi og framkvæmd þess væri sterkasta vopn Íslendinga í viðræðunum við ESB. Með því að kollvarpa  kvótakerfinu, væri sterkasta vopnið farið úr höndum samningamananna. Hann sagði VG vera mun sterkari aðilann í ríkisstjórninni, en gaf ekkert upp um það hvort hann hyggðist segja sig úr Samfylkingunni.

Spilltur, skrifar bók um spillingu!

Spilling fellst maðal annars í því að  mismuna aðilum vegna tengsla, ætternis, vináttu stjórnmálaskoðana eða annarra tengsla. Með því að nota völd sín í fjölmiðlum og það er þessi notkun valdsins sem er ámælisverð. Hvort sem menn eru ráðnir í stöður, fá verk eða er hyglað á annan hátt. Fjölmiðlun er líka vald og þeir sem eru í fjölmiðlaheiminum þurfa að huga vel að því að misbeita ekki valdinu.

Nú vill svo til að Jóhann Hauksson gefur út bók um spillingu. Þessi sami Jóhann hegðar sér eins ög öskrandi spástelpa á hljómleikum, með goðunum sínum þegar vinstri stjórnmmálamenn eru annars vegar. Hvaða líkur er á að slíkur maður sé fær um að skrifa hlutlaust um spillingu. Jú, engar. Þetta verður fyrst og fremst ómerkilegur snepill um vondu óvinina hans. Svo fær hann fjölmiðamenn á sömu fjölinni og hann er á til þess að fjalla um bókina. Í þessu fellst einmitt spillingin, misnotkun valdsins.  Spilling valdsins er sannarlega til staðar í íslensku samfélagi og því miður er fátt sem bendir til þess að á því verði veruleg bót, og alls ekki ef spilltir einstaklingar eins og Jóhann Hauksson fá að grassera. 


Bloggfærslur 16. október 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband