Er Jón Ásgeir að snúa baki við Samfylkingunni?

Jón Ásgeir hefur í langan tíma verið einn helsti stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Jón Ásgeir hefur fengið að eiga rúmlega helming allra fjölmiðla landsins  til þess að verja flótta sinn, á móti því að þessum fjölmiðlum hefur markvisst verið beitt til þess að dásama stjórnarhætti ríkisstjórnarinnar.

Nú bregður svo við fréttastofu Stöðvar 2 ofbýður, og auðvitað er það ekki gert lýðnum ljóst nema með samþykki Jóns Ásgeirs. Forsætisráðherra er staðin að ósannindum um skattpíninu landsmanna. Fram kemur í fréttinni að erfitt sé fyrir almenning að komast að hinu sanna, skattahækkunin sé laumulaga sett inn. Þar með er að ljóst að dagar Jóhönnu Sigurðardóttur eru senn taldir í embætti.

Fréttastofa Stöðvar 2 sýna almenningi niðurstöðu skattasérfræðinga, fjárlagafrumvarpið þýðir skattahækkanir á almenning. Svo sýna þeir viðtal við Jóhönnu þar sem hún funnyrðir hnakkreif að fjárlagafrumvarpið innihaldi engar skattahækkanir á almenning. Áhorfendur voru leiddir til þess að taka ályktun af fréttinni. Forsætisráðherrann lýgur vitsvítandi af þjóðinni. 


mbl.is Fyrsta svar Jóns Ásgeirs rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB töflurnar virka!

Nú hefur komið í ljós að helmingur fólks þjáist að gyllinæð. Helstu ástæður þessa eru víst hreyfingaleysi, miklar stöður og léleg samsetning fæðunnar. Samkvæmt óstaðfestum fréttum frá Hrannari Arnarssyni upplýsingafulltrúa Jóhönnu Sigurðardóttur er besta ráðið gegn þessum vágesti er að taka inn ESB töflurnar sem Samfylkingin hefur dreyft meðal félaga sinna. Gyllinæðin hverfur, hósti veður betri, fótsveppur verður viðráðanlegri og asmi verður ekki eins kræfur. Auk þess er gefið upp að verðbólga minnkar, vextir lækka og atvinnuleysi gufar  upp. Þeir sem taka töflurnar reglulega og kyrja ESB  söngin sjá lausn allra vandamála, Jóhanna er sexí og glaðlynd eða hýr og ríkisstjórnin er frábær. Þetta þarf að kyrja í 4-5 ár og þá skánar allt. Ef þetta virkar ekki, ber að tvöfalada tölfuskammtinn, kyrja 5-6 tíma á dag, helst inni við Sundin blá í næstu fimm ár.
mbl.is Helmingur þjáist af gyllinæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband