Ímyndarguttar rústa forstætisráðherra, .... aftur!!!

Fyrir nokkrum árum var forsætisráðherra sem hét Halldór Ásgrímsson. Hann átti langan stjórnmálaferil að baki þegar hann tók við af Steingrími Hermannssyni. Það var ekki auðvelt að fara í fótsporin hans Steingríms, sem var opinn leiðtogi, með sína galla, en merkilegur var hann. Halldór var ekki jafn alþýðlegur, allt önnur manngerð og hann átti í ákveðnum erfiðleikum að ná til kjósenda. Þá komu til ungir ímyndarsérfæðingar Björn Ingi Hrafnsson og Steingrímur Ólafsson, sem ákváðu að búa til nýjan Halldór. Litgreining, brosæfingar og æfð tilsvör. Það skipi máli hvort þú varst með grænt bindi við þessar aðstæður eða köflótt. Allt samkvæmt fyrirframákveðnum aðferðum ímyndarkenninganna. Þegar dæmið gekk ekki upp var bara gefið í, og farið í spuna. Allt annað en heiðarleiki var sett á oddinn. Í lokin var bara eitt eftir Halldór varð að segja af sér sem forsætisráðherra með mikilli skömm.

Björn Ingi ákvað að láta reyna á kenninguna sjálfur og fór í framboð í Reykjavík og hrökklaðist í burtu með enn meiri niðurlægingu en Halldór varð að þola á sínum tíma. 

Menn skyldu ætla að stjórnmálamenn lærðu af mistökum forvera sinna. Aldeilis ekki. Nýr forsætisráðherra og nýjir ímyndarsérfæðingar. Sjórnmálamaður Jóhanna Sigurðardóttir  sem setjast í helgan stein,  er gerður að forsætisráðherra.  Hún var að sjálfsögðu orðin eldri kona, en ímyndarsérfæðingarnir vildu gera úr henni ,,ofurpíu" . Hún var orðin gömul og þreytt . Verkefnið var að búa til  Jóhönnu eldhressu. Klæðnaður, festar, eyrnalokkar, púður, hárgreiðsla og bros... allt eftir uppskriftinni. Eftir nokkrar vikur hélt brosið ekki lengur og á forsætisráðherra kom skeifan sem hefur verið vörumerki hennar síðan.  Jóhanna sem hafði verið frekar alvörugefin, einstrengisleg, en fyrst og fremst, heiðarleg hugsjónakona, leggur nú áherslu á ómerkilegar blekkingar og ósannindi. Allar hugsjónir farnar.  Ímyndin orðin  blanda af ímyndarguttunum sjálfum, Hrannari Arnarsyni og Helga Hjörvar. Afar ógeðfelld týpa.  Trúverðugleikinn algjörlega horfinn. Hún á nú ekkert annað eftir að gera það sem Halldór Ásgrímsson gerði í lokin...................... að segja af sér!

johanna_1_vef.jpg johanna_4.jpg


mbl.is Forsætisráðherra fer með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband