Auglýst eftir rökum með aðild að ESB

Það var sláandi þegar í ljós kom að í skoðanakönnun í Noregi studdu 12% Norðmanna aðild að ESB en 72% eru andvíg. Ekki það að það stefnir í sömu niðurstöðu hérlendis. Þeir sem eru fyrir utan ESB vilja ekki þangað inn, þar er allt ein rjúkandi rúst. Stuðningurinn við ESB á Íslandi hefur verið að minnka með hverjum mánuðinum, þrátt fyrir mikinn áróður fjölmiðlamanna sem misnota aðstæður sínar herfilega. Það sem vekur hvað mesta athygli er feluleikurinn með röksemdafærsluna. Það er eins og stuðningsmenn aðildar, vilji ekki rökræður um málið. Sterkustu rökin eru þau að forystumenn ríkisstjórnarinnar Jóhanna og Steingrímur séu svo léleg og með inngöngu misstu þau öll völd. Þessi rök halda hvorki vatni né vindi, því þau hjúin eru að hverfa hvort sem er.

Þar sem engin rökin koma frá ríkisstjórninni auglýsi ég hér með eftir rökum fyrir aðild að ESB, andstæðingar aðildar geta þá komið með sín. 


Bloggfærslur 31. október 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband