16.11.2011 | 23:42
Enn ein árás ríkisstjórnarinnar á ESB og innflytendur!
Nú er allt upp í loft á Bifröst. Katrín Jakobsdóttir er talin hafa brotið alvarlega á sér með því að veita Kristínu Marju Baldursdóttur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, fyrir það eitt að skrifa almennilegan texta á íslensku. Sagt er að Eiríkur Bergmann muni ekki sofa vært í nótt. Hvað hefur þessi verðlaun með ESB að gera, eða hvað gerða þau fyrir innflytjendur? Er ekki verið með þessum verðlaunum,að æsa upp andúð sem gætu leitt til óhæfuverka eins og gerðust í Noregi í sumar? Auðvitað hvetur rektor háskólans í Bifröst Eirík Bergmann nú til að vera duglegan að skrifa.Oft var þörf en nú nauðsyn.
Það er ekki bara að þessi verðlaun hafi veirð veitt. Heldur dirfist þessari kommúnistakerlingu, sem starfar í nafni ríkisstjórnarinnar að veita Stuðmönnum sérstök verðlaun líka, fyrir það eitt að syngja á Íslensku. Meðlimir Stuðmanna eru hér með komnir á svartan lista. Andstæðingar Bifrastar, ESB og Samfylkingarinnar. Líka Jakob Magnússon, sem samkvæmt nýjustu fréttum var bara lélegur Samfylkingarmaður og átti löngu að vera búið að reka hann úr flokknum. Þó að fyrr hefði nú verið. Sveiattann.
Það sem fór verst í Eirík von Bifröst, var að íslenska fánanum var flaggað og Stuðmenn sungu lag til dýrðar íslenskunni. Er hægt að komast nær hægri öfgastefnum? Táknin maður, táknin!
Skólastjórnendur, starfsmenn og nemendur reyna nú að koma Eiríki Bergmann í rúmið, róa hann niður og gefa honum margfaldan skammt af ESB stílum í óæðri endann.
Á morgun er nýr dagur. Þá byrjar Eiríkur að undirbúa skrif sín í Fréttatímann. Þá verða teknir fyrir óvinir ESB og Samfylkingarinnar.
Bloggar | Breytt 17.11.2011 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2011 | 00:39
Örvætingin á Bifröst
Mikill kennaraskortur er á Biföst. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi fagmanna er nánast ómögulegt að fá þangað hæfa kennara. Þess vegna situr Biföst upp með kennara eins og Eirík Bergmann, sem verður sér og skólanum aftur og aftur til stórskammar.
Nýjasta útspil Eiríks var að níða Framsóknarflokkinn. Ekki það að það sé neitt nýtt úr herbúðum Samfylkingarinnar, níð sem Samfylkingin tók sem arf frá Alþýðuflokknum gamla. Samfylkingin hatar Framsóknarflokkinn. Eiríkur telur að Framsóknarflokkurinn sé nýr nasista eða fasistaflokkur, sem hætta sé á að komi upp gasklefum til þess að murka lífið úr andstæðingum sínum. Þessu til staðfestingar, nefnir hann merki Framsóknarflokksins og að þeim skuli dirfast að sýna glímu á flokksþingum sínum undir fánahyllingu.
Eiríkur sem hefur í atvinnubótavinnu unnið sem lektor við Háskólann á Bifröst, fullyrti ekki alls fyrir löngu að það síðasta sem íslensk þjóð þyrfti á að halda væri sterkur leiðtogi. Auðvitað leit hann fyrst á samflokksmenn sína í ríkisstjórn, þar var engann leiðtoga að finna, og hvað þá sterkran leiðtoga. Andstæðingar leiðtoga, en leiðtogar nota lýðræðið til þess að ná áragnri, eru fyrst og fremst alræðissinnar sem annað hvort eru þá kommúnistar annars vegar eða fasistar eða nasistar hins vegar. Hvar Eiríkur Bergmann er á því litrófi skipir mig ekki nokkru máli.
Rektor Háskólans við Bifröst, Bryndís Hlöðversdóttir gerir lítið úr sér, þegar hún ákveður að verja sóðakrif Eiríks Bergmanns. Auðvitað hefur hún tekið Eirík á teppið þegar hann kom úr höfuðborginni. Hún hefur sennilega réttlætt þau, með því að þegar menn fari í höfuðborgina detti menn í það og komi hálfruglaðir til baka. Fyrst og fremst hefur hún ákvðið að verja Eirík vegna þess að hann hefur sömu fíkn og hún sjálf. Hann tekur ESB stíl á hverju kvöldi og er í ESB vímu, og því ekki sjálfrátt.
Á Bifröst er fólki orðið ljóst að ESB verður hafnað og í örvæntingu sinni halla þau sér að níðinu í umsögnum sínum um þá sem ekki eru sömu skoðunar og það sjálft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 16. nóvember 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10