17.11.2011 | 22:57
Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn?
Jón Ásgeir keypti Samfylkinguna með húð og hári fyrir nokkrum árum. Síðan hefur hann verið með það lið í bandi og hlýðniæfingar hafa gengið fullkomlega eftir. Jón vildi meira, hann vildi Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins fékk rausnarlegt tilboð sem var umsvifalaust hafnað. Þessu reiddist útrásarvíkingurinn, sem ekki samþykkir nei sem svar. Um leið og Samfylkingin komst til valda lét Jón Ásgeir ráðherrana sína hrekja Davíð Oddson úr embætti Seðlabankastjóra. Hann vildi meira. Hann vildi ráða formanni Sjálfstæðisflokksins. Honum fannst lítið til koma ráðherra Samfylkingarinnar. Þetta verður sennilega síðasta verk útrásarvíkingsins áður en hann verður látinn bera ábyrgð á verkum sínum fyrir dómi.
Fyrir formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum nú var gefið út að Baugsmiðlarnir yrðu látnir vinna með Hönnu Birnu. Fréttablaðið, Stöð 2 og síðan kæmi sóðagrein í DV um helgina. Hingað til hefur allt staðist. Í fréttum Stöðvar 2, var sagt að vígi Bjarna væri í kraganum þar sem 25% landsfulltrúa kæmu, 30% kæmu frá Reykjavík, vígi Hönnu Birnu. og 45% kæmu frá landsbyggðinni Þá var klekkt út með að Hanna Birna hefði einmitt farið í fundarherferð landsbyggðina og fólk ætlaði að kjósa Hönnu Birnu. Þessi frétt er eflaust skrifuð af Jóni Ásgeiri. Áður var af handahófi haft samband við fundargesti og allir þeir sem gáfu út afstöðu sína ætluðu að kjósa Bjarna.
Það yrði mikið áfall fyrir útrásarvíkinginn Jón Ásgeir að tapa formannsslagnum rétt áður en honum verður stungið inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 15:18
Landsamband sjálfstæðiskarla styður Bjarna!
Þegar fólk hefur enga þekkingu á félagsmálum og er kosið í stjórn, þá er mjög algengt að fólk viti ekki hvað er brot á félagslegum hefðum og hvað ekki. Ástæðan fyrir venjum og hefðum í félagskap er oftast sú að af fenginni reynslu myndast rammi sem unnið er innan.
Í samtökum eins og Kvennréttindafélagi Íslands eru væntanlega einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkunum. Það getur verið fyllilega eðlilegt að slík samtök myndu fagna kjöri kvenna í formennsku flokkana, en það er arfavitlaust að blanda sér í kosningabaráttu innan flokkana. Slíkt er félagslegur sóðaskapur. Það sama á við ef stjórnir t.d. Skátanna, Íþróttafélaga, góðgerðarfélaga og hagsmunasamtaka. Þau álykta ekki um stjórnarkjör í pólitískum félögum.
Við skulum skoða hvaða félagslegu börn eru í stjórn Kvennréttindafélagsins. Hafi samþykkin ekki verið samþykkt af stjórn, heldur sé framlag eins eða tveggja úr stjórn ættu hinir að mótmæla þessari ályktun.
Stjórn | ![]() | ![]() | |
Framkvæmdastjórn:
Formaður: Helga Guðrún Jónasdóttir
Varaformaður: Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Ritari: Fríða Rós Valdimarsdóttir
Gjaldkeri: Hildur Helga Gísladóttir
Aðrir í stjórn eru:
Inga Guðrún Kristjánsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Ragnheiður Bóasdóttir
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
Stjórn kosin á aðalfundi 28. mars 2011
Auk framkvæmdastjórnar sitja í aðalstjórn:
Andrés Ingi Jónsson frá Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði
Guðrún Erla Geirsdóttir frá Samfylkingu
Hildigunnur Lóa Högnadóttir frá Sjálfstæðisflokki
Ragna Stefanía Óskarsdóttir frá Framsóknarflokknum
Framkvæmdastýra:
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
![]() |
Fagna framboði Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 09:46
Í sama flokki með mismunandi áherslur.
Í dag hefst Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Saman kemur fólk alls staðar af landinu, fólk með mismunandi reynslu og þekkingu. Í ljósi þess hefur þetta fólk mismunandi áherslur í málum, en það sem sameinar það er ákveðin grunngildi. Eitt af þeim sem lagt er upp með er frelsi til þess að hafa skoðanir og fá að setja þær fram. Á þeim grundvelli rökræða Landsfulltrúar um mál og komast oft að niðurstöðu sem fleiri eða flestir eru ánægðir með.
Þessi rökræða kemur fólki úr flokkum eins og VG og Samfylkingunni, mjög á óvart. Þar eru allir sammála, það er ein skoðun, sem öllum ber að hlýta. Í erfiðum málum eins og ESB, eru um 20% Samfylkingarfólks á móti aðild að ESB. Þetta fólk þorir aldrei að gefa sig upp. Í VG eru einnig lítill hluti sem vill ganga til samninga við ESB, í þeim heyrist aldrei.
Í Sjálfstæðisflokknum þora menn að hafa sjálfstæðar skoðainir sem oft eru á móti straumnum. Þannig er Þorsteinn Pálsson stuðningsmaður þess að fara í samningaviðræður við ESB. Þar er hann með andstæða skoðun en flestir af hans nánaustu samstarfsmönnum í gegnum tíðina. Hann setur rök sín fram, skrifar og heldur fram máli sínu. Afstaða hans auðgar umræðuna og hann sýnir með framgönu sinni að styrk sinn og manndóm. Hann heldur viðringu sinni.
Hver niðurstaða verður í ákveðnum málum kemur í ljós. Það verða kosningar milli manna, en hjá VG og Samfylkingunni minnti kjör á landsfundi úr gömlu kommúnistaríkjunum. Lýðræðisleg umræða og kosningar skerpa línur. Það er bara til þess að ná meiri styrk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. nóvember 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10