Sanngjörn hækkun á aðgangseyri í sund!

Við eigum afar glæsilegar sundlaugar og okkur finnst sjálfsagt að það kosti lítið að fara í sund. Eftir hrun er hefur gjaldið ekki hækkað miðað við verðlag almennt. Sjálfsagt vilja yfirvöld halda verði á slíkri þjónustu þannig að almenningur geti farið í sund.

Ég fer reglulega í sund og það vekur athygli mína að þar eru æ fleiri útlendingar. Erlendir gestir mínir fara yfirleitt daglega á sundstaðina og eftir hrun hafa þeir orð á því að sundlaugargjaldið sé óeðlilega lágt. Hækkun á verðinu mun ekki minnka aðsókn ferðamanna svo neinu nemi. 

Hugmyndir um að hækka verð í sund á stökum miðum eru fyllilega eðlilegar. Það er engin ástæða til þess að íslenskir skattborgarar niðurgreiði sundferðir fyrir erlenda ferðamenn. Afsláttarkort á kennitölu er þá hægt að hafa hagstæð ef vilji er til þess að hafa lægra gjald til Íslendinga.

Ef þessi hækkun gefur rými til lengri opnunartíma eða viðbótarþjónustu er það að sjálfsögðu frábært.  


Bloggfærslur 2. nóvember 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband