23.11.2011 | 08:55
Hvað eiga vextir að vera háir?
Mikil umræða hefur verið um vertrygginguna og vexti að undanförnu. Þá spretta upp eins og ávallt öfgasjónarmið eins og verðtryggingin sé rót alls ílls. Verðtryggingin var tekin upp hérlendis með svokölluðum Ólafslögum (kennt við Ólaf Jóhannesson f.v. forsætisráðherra). Þá hafði verðbólga verið mjög há í nokkurn tíma, en fastir vextir lágir. Þeir sem áttu peninga í bönkum sáu þá brenna upp, en að sama skapi lækkuðu lán þeirra sem skulduðu.
Eftirspurn eftir lánum var gífuleg, og sparnaður minnkaði. Af þessum sökum var vertryggingin rökrétt leið, til þess að ná sáttum milli lánþega og sparifjáreigenda.
Um 1983 var nokkur samdráttur í efnahagskerfinu, Laun hækkuðu ekki í samræmi við þær vísitölur sem voru á bak við lánin. Þetta hafði einhver áhrif á þá sem höfðu tekið verðtryggð lán, en mest fundu þeir fyrir að verðbólgan var á fleigiferð, og nú þurfti að borga lánin til baka. Það var liðin tíð að það væri lán að taka lán.
Á þessum árum þótti 3% vextir ofan á verðtryggingu háir vextir, sem þeir voru í samanburði við vexti í nágrannalöndunum. Það er einmitt sá samanburður sem við þurfum að gera til þess að meta hvort vextir eru of háir eða ekki.
Hérlendis hafa það verið lífeyrissjóðirnir sem hafa ákveiðið vextina. Þeir voru í samanburði við önnur lönd litlir og óhagkvæmir, og í stað þess að sameina þessa sjóði var reikningurinn sendur á almenning. Stjórnir þessarra sjóða voru skipaðir fulltrúar frá verkalýðsforystunni annars vegar og samtökum atvinnurekenda hins vegar. Þessir aðilar höfðu oft lítið fram að færa á stjórnarfundum en að borða snitturnar og sötra í sig kaffið. Mistökin sem þessir menn gerðu í fjárfestingum var slíðan greiddur af unga flólkinu í formi okurvaxta.
Það er ekki vertryggingin sem slík sem er vandamálið, heldur fákeppnin á lánamarkaðinum annars vegar og fyrirkomulagið á lífeyrskerfinu hins vegar.
Það þarf að ná sátt annars vegar með því að taka á hruninu og hins vegar að skapa hér aðsæður til þess að vaxtastig verði sambærilegt og er í nágrannaríkjum okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 23. nóvember 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10