Alvarlegar ásakanir ganga milli stjórnarflokkanna

 Það er áhugavert að fylgjast með skotunum á milli ráðamanna og stuðningsmanna stjórnarflokkana eftir ákvöðurn Ömundar Jónassonar í málefni  kínverjans Huangs Nubos.

Samfylkingarmenn eru alveg ævir. Þetta var þeirra mál. Þeirra framlag. Eiginmaður Ingibjargar Sólrúar kynnti manninn fyrir flokknum og einhverjir sáu glitta í fjárstuðning. Nú ganga skotin á milli. 

VG er á móti öllum framfaramálum. Það er alveg sama hvort um er að ræða stóriðju eða eitthvað annað. VG eru sagðir vera á móti allri erlendri fjárfestingu í hvaða nafni sem hún er. Þeir geti ekki samið um nokkurn skapaðan hlut, og er þá til nefnd snautleg ferð Svavars Gestssonar til að semja um Icesave. VG eru líka sakaðir um að geta ekki haft nokkurn skapaðan aga á sínu liði, sem er út og suður, og þegar búnir að missa umtalsverðan hluta þingmanna sinna úr flokknum og eftir situr ríkisstjórninn með Jón Bjarnason sem er sagður eyðileggja alla mðöguleika Samfylkingarinnar til þess að ná ESB málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þrátt fyrir að ríkisstjórnin héldi velli út kjördæmabilið. Þá þarf Samfylkingin að hafa Ögmund Jónason í ríkisstjórn, mann sem áður var rekinn úr ríkisstjórninni, tekinn inn aftur og er tilbúinn til þess að gera hvað sem er til þess að klekkja á Steingrími Sigfússyni og Samfylkingunni. Vilji VG sé enginn til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang að ný. 

Samfylkingin fær líka á baukinn frá stuðningsmönnum VG. Samfylking er með Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur algjörlega brugðist sem forsætisráðherra til að þjappa þjóðinni saman. Hún hafi enga hæfileika til þess að jafna ágreining, og yfirlýsingar hennar t.d. um þessa heimskulegu skjaldborg gefi andstæðingum ríkisstjórnarinnar endalaus vopn til þess að lemja á ríkisstjórnarsamstarfinu. Sameflingin hugsi bara um eitt mál ESB, sem þeir viti að sé einhugur meðal VG að fella. Árni Páll hafi á engan hátt valdið málefnum í skuldavanda heimillanna og þrátt fyrir að honum hafi loks verið skipt út þá hafi síðan ekkert gerst. 

 Það er auðvitað erfitt að mótmæla þessum fullyrðingum. Sjálfsagt eru þær allar og fleiri réttmætar. 

Nú er bara spurningin nú þegar þetta lið hefur viðurkennt allar þessar staðreindir og fjallað um þær opinberlaga, hvað liðið ætlar að gera? 


mbl.is Ekki hlutverk ráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband