Yfirvöld heltekin af hræðslu við gjaldeyrisumræðuna.

Löngu fyrir hrun fór umræða í gang um hvort við Íslendingar ættum að taka upp annan gjaldmiðil. Áttum við að taka upp Evruna annað hvort einhliða, eða með samningum við ESB eða inngöngu þar inn. Eigum við að taka upp norsku krónuna eða þá sænsku, eða dollar, þann bandaríska eða kanadíska. Ein leið gæti verið að leyft yrði að eiga viðskipti hér innanlands með tvo gjaldmiðla íslenska krónu og t.d. Evru og þannig kæmi nýr gjaldmiðill inn með íslensku krónunni. 

Vandinn við  umræðuna í fjölmiðlunum er að umræðan fer út í að uppfylla einhverja sjúklega athyglisþörf fjölmiðamannana. Þessu var vel lýst þegar einn fjölmiðlasérfærðinguinn sagði svekktur út í kollega sína, að margir í fjölmiðlastéttinni óskuðu þess heitast að það kæmi eldgos í Heklu því að, myndefnið færi svo vel í bakrunninn á þeim sjálfum.

Stjórnvöld hafa engan áhuga á umræðuna um gjaldmiðilinn, reyndar lömuð af hræðslu um að slík umræða fari á stað. Samfylkingin hefur Evruna sem helgitákn, en getur enga rökræðu tekið um málið. VG hefur þá stefnu helsta að vara á andstæðri skoðun við Samfylkinguna og vill friða krónununa, allt annað kallaði á það andlega álag sem fylgir því að fara í röræðurm um mál sem meginþorri félaga þeirra hefur nokkra þekkingu á. Hver sem niðurstaðan er, ef gripið yrði til aðgerða er ríkisstjórnin fallin. 

Það væri þjóðþrifamál að samtök t.d. eins og Félag viðskipta og hagfræðinga héldi ráðstefnu þar sem málið yrði reifað af okkar bestu sérfræðingum. Það væri auðveldlega að vera gerast þó einhverjir fyrirlesara væru ekki á staðnum, en yðu þá í upptöku, eða í beinni á skjá. 

Við eigum marga góða fyrirlesara innanlands, og við gætum fengið nokkra erlendisfrá. Mikilvægt væri að upplýsa þessa fyrirlesara um íslenskar aðstæður á eins hlutlausan hátt og möguleiki er á. 

Það sem svona ráðstefna gæti fjallað um er :

1. Kostir og gallar þess að taka upp nýjan gjaldmiðil

2. Hvaða gjaldmiðlar koma til greina og hvers vegna. 

3. Einhliða upptaka eða upptaka með samningum við aðila

4. Áhrif gjaldmiðils á efnahagsstjórn 

 

Síðan þarf að taka þessa þætti saman og setja fram á ,,mannamáli" þannig að almenningur geti myndað sér upplýsta skoðnum á málefninu. 


Bloggfærslur 6. nóvember 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband