16.12.2011 | 22:44
Yfirlýsing frá meintum brotamanni!
Það er ekki oft sem meintir brotamenn gefa yfirlýsingar i fjölmiðlum. Viðurkennir að hafa brotið af sér í einu tilfelli, en ekki öðru. Sambærilegt og að hafa viðurkennt að hafa brotist inn í tölvubúðina, en ekki í sjoppuna. Eflaust eiga fjölmiðlar í framtíðinni eftir að birta slíkar yfirlýsingar í hudraðatali í framtíðinni, frá þeim sem hafa verið ákærðir. Jú, út frá jafnræðisreglunni.
Auðvitað á Flosi Eiríksson fyrrverandi bæjarfullrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi að skammast sín, fyrir þessa yfirlýsingu, og fyrirtækið sem hann vinnur hjá einnig. Dómgreindarleysi á hæsta stigi. Þá ætti Samfylkingin í Kópavogi að biðjast opinberlega afsökunar á Flosa og hinum bæjarfulltrúanum í stjórn lífeyrissjóðsins Jóni Júlíussyni. Það gerir flokkurinn aldrei, því hann biðst aldrei afsökunar og sér aldrei sök hjá sér, eins og sagan segir okkur.
Hitt er annað dæmi, að ákært hafi verið í þessu dæmi, þar sem sjóðsfélagar töpuðu ekki, en engin ákæra hefur verið gefin út á þá stjórnarmenn lífeyrissjóða þar sem milljarðar töpuðust í óvarlegum fjárfestingum. Sumir þeirra stjórnarmanna sitja sem fastast og bera fyrir sig að þeim þykja svo góðar snittur sem fram eru bornar á stjórnarfundum.
Vinnuferlið í skoðun þessa máls finnst mér hreint með ólíkindum og hafa verið sögusagnir í gangi um að það hafi verið að undirlagi fjármálaráðherrans, enda hafi VG ekki átt fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins.
Ég skora á fjölmiðla að fá til sín fagmenn til þess að fjalla um þetta mál, og bera saman við þau mál sem í gagni eru í kerfinu, og lítið gengur í að kanna.
![]() |
Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóðs ákærðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 16. desember 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10