Að lenda í jólabjöllunni!

Þegar líða fer að jólum, eykst álagið í þjóðfélaginu. Kaupa inn, þrífa, breyta og bæta. Á sama tíma eykst álagi á Alþingi, ljúka málum fyrir jól. Það eru því oft þreyttir þingmenn í desember. Ásta Ragnheiður þingforseti á víst að hafa talað við nokkra þingmenn sem hafa verið uppivörslusamir voru þar m.a. nefndir fyrrum skipstjóri að norðan, og skólameistari vestan af fjörðum. Til þess að minna þá á álagið í desember batt hún rauða jólaslaufu á bjölluna.  Sú vestfirska var að sögn eitt sinn svo þreytt að hún dottaði. Sessunautur hennar ákvað að íta við henni áður en hún færi að hrjóta. Þá muldraði sú vestfirska, ,,ég vil ekki í jólabjölluna, ekki í jólabjölluna" og  þegar hún vaknaði starði hún skelfd á  jólaskreytta bjöllu þingforsetans. Sagan hefur ekki fengist staðfest en er góð engu að síður. 

 


Bloggfærslur 18. desember 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband