Annað hvort Dagur Eggertsson eða Jón Gnarr næsti viðskiptaráðherra

Það er ekki að ástæðulausu að Árni Páll er kominn undir höggstokkinn sem viðskiptaráðherra. Hann ákvað sjálfur að hlýða Jóhönnu eins og hundur, sem félagsmálaráðherra og var bjargað úr ráðuneytinu illa á sig kominn. Eftir að hann kom í viðskiptaráðuneytið hefur drengurinn aðeins braggast. Hann hefur  af og til að undanförnu tekið sjálfstæða ákvörðun og það eru kattaviðbrögð sem á ekki upp á pallborðið hjá Jóhönnu. Hún veit að Árni Páll hefur sóst eftir að vera eftirmaður hennar og ekkert sem hún gæti klekkt betur á Árna Páli en að setja hann af sem ráðherra. Jú, enn betra væri að setja hinn kandi­datinn Dag Eggertsson í stöðuna. Besta útskpilið til þess að klekkja á þeim báðum gæti verið að skipa  Jón Gnarr í stððu viðskiptaráðherra. Bónusinn við þá ráðstöfun væri að þá gæti hinn ógurlegi skeifusvipur forsætisráðherra horfið af og til.
mbl.is Veit ekki hvort hann heldur stólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG orðið að vörtu á Samfylkingunni!

Það lá fyrir við tilkomu þessarar rikisstjórnar að sambandið milli flokkanna var eitrað. Við hrunið vildi Geir Haarde fá Steingrím og VG inn í ríkisstjórnina. Ingibjörg og Samfylkingin neituðu. Það er engin spurning að á þessum tíma hefið það verið þjóðarhagur að fá VG inn.  Hagsmunir Samfylkingarinnar voru settir ofar öllu öðru. Nú skal Jón Bjarnason út því hann stendur í vegi fyrir hagsmunum Samfylkingarinar með því að standa vilja þjóðarinnar.

Í skoðanakönnunum kemur fram að þessi framganga Samfylkingarinnar þéttir stuðningsmannahóp flokksins, á sama tíma og fjaðrirnar fjúka af VG. Þar með er Samfylkingin orðinn leiðandi í ríkisstjórninni og eðli slíks samstarfs þýðir hrun fyrir smáflokkinn í ríkisstjórn. Hann minnkar með hverri vikunni fram að kosningum. 

 

 


mbl.is Stjórn VG ræðir ráðherramál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband