Það er allt hægt!

Ég sá leikinn Þýskaland - Ísland í þýska sjónvarpinu. Leit ekki vel út í byrjun og þulirnir áttu ekki orð til þess að lýsa hversu góðar þýsku stelpurnar voru. Smá saman fór að renna tvær grímur á þá þýsku. Í lokin viðurkenndu þeir að íslenska liðið hafi einfaldlega veriðið miklu betra. Óvæt og verulega sætt. Nú eru það kívnerjarnir á föstudaginn. Áfram Ísland.

Það er allt hægt. 


mbl.is Glæsilegur sigur á Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sórún kveður Samfylkinguna.

Samkvæmt fréttamiðlum á vinstri vængum hefur Ingibjörg Sólrún sagt sig úr Samfylkingunni. Ástæðurnar eru eflaust margar, en ein er sögð sú að Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að halda námskeið um Rannsóknarskýrslu Alþingis. Allir mega vita hvaða útreið Ingibjörg Sólrún fær á því námskeiði. Jón Baldvin þolir ekki Ingibjörgu Kvennalistakerlingu, en hann þolir heldur ekki Jóhönnu Þjóðvakaformann, né Jóhönnu Allaballa. Ingibjörg þolir ekki Jón Baldvin Alþýðuflokksformann, og illa þolir hún Jóhönnu Sigurðardóttur sem er kominn með Samfylkinguna í ferðalag fram hjá Norðurlöndunum og langt inn í Sovétríkin. 
 
Allir vita svo að Jóhanna þolir ekki Jón Baldvin, sem er víst einmitt ein helsta ástæðan fyrir því að Jón Baldvin er beðinn um halda námskeið um Rannsóknarskýrsluna hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Ekki er talið ólíklegt að Jón Baldvin skelli því þar fram að Jóhanna hefði átt að segja af sér, vegna tengsla sinna við hrunið. 
 
Þetta skýrir að hluta að Samfylkingin er að liðast í sundur. Jón sem er svo mikill prinsippsmaður, að ef hinir foringjarnir gera ekki eins og hann vill, er það óalandi og óferjandi. Vinur minn er harður jafnaðarmaður studdi einu sinni Alþýðuflokkinn. Hann hélt að væri jafnaðarmannaflokkur og sagði sig úr flokknum þegar Jón Baldvin Hannibalsson hélt afmælispartý heima hjá sér. Áfengið í veisluna var talið hafa verið borgað af hinu opinbera. Þetta þótti vini mínum vera prisnippmál, sem Jóni Baldvini fannst ekki. Vinurinn gekk þó aftur í flokkinn, en sagði sig snarlega úr honum aftur  þegar Bryndís Schram eiginkona Jón Baldvins, reyndi að lauma nokkrum kjötstykkjum í gegnum tollinn, við komuna til Keflavíkur. Jóni Baldvini prinsippmanni þótti lítið til þessa koma. 
 
Var ekki einhver að tala um að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir?

Bloggfærslur 7. desember 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband