Ákvörðun Ólafs varðandi Icesave

Ég var sannfærður um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, að hann mun vísa málinu til þjóðarinnar. Fyrir því eru margar ástæður.

1. Ólafur er þá sjálfum sér samkvæmur varðandi það að ef um stórmál sé að ræða, og einhverjar líkur eru á að almenningur sé á annarri skoðun en Alþingismenn. Þá fari málið til þjóðarinnar. 

2. Í fjölmiðlum erlendis hefur Ólafur lýst því yfir að í stórum málum, fái almenningur að tjá sig með atkvæðagreiðslu. 

3. Í skoððanakönnunum hefur komið fram að meirihluti þjóðarinnar  að þjóðin vill að þetta mál fari í þjóðaratkvæði. 

4. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla varð til þess að Ólafur náði vopnum sínum að nýju, það að þjóðin fengi ekki að kjósa væri stílbrot. 

5. Þrátt fyrir að meiri líkur séu á að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu séu að þjóðin vilji að samningurinn verði samþykktur, gefur það lýðræðisímynd Íslands aukinn styrk. 

6. Ólafur mun auka vinsældir sínar með því að vísa málinu fyrir þjóðaratkvæði, flestir munu sættast á þá lausn. 

Fram hefur komið hjá nokkrum þingmönnum að mál eins og Icesave sé alls ekki gott fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðasta afgreiðsla sýndi hins vegar að afgreiðsla á Icesave var of stórt mál fyrir Alþingi, en þjóðin afgreiddi það af fagmennsku. Vanmáttarkennd Alþingismanna og politísk hrossakaup hefur enga getu, í samanburði við skynsamt mat þjóðarinnar.  


Sameiginleg afmælisveisla?

Kim Jong II er 69 ára í dag. Við förum ekki í afmælisveisluna. Einverju liði verður safnað saman á torginu þeirra, og skólakrakkar með fána verða viðstaddir. Í Norður Kóreu er auðvelt að sjá hvernig kommúnisminn býr til fátækt, kúgun og ástand niðurlægingar fyrir þjóð. Samanburður við Suður Kóreu er skerandi. Von Norður Kóreu er að Kim Jong fari sem fyrst frá og breyttir stjórnarhættir breyti kjörum fólksins í landinu.

Hér á Íslandi er jafnaldra Kim Jong, Jóhanna Sigurðardóttir við völd, en hún verður 69 ára í október. Þá má reikna með að flokksmenn hennar safnist fyrir utan hús hennar og fagni, rétt eins og hjá Kim Jong úti í Norður Kóreu. Síðan kemur einhver samflokkssystir Jóhönnu úr leiksklóastjórastétt með hóp  barna sem veifar litlum fánum. Jóhanna hefur farið í hugmyndafræði Kim Jongs. Gætu verið tvíbuarar a.m.k. í hugmyndafræðinni.

Á afmælismyndunum er foringjunum fagnað. Ungir sem gamlir, mættir afskyldurækni eða tilneyddir. Í bakgrunni myndanna má sjá fólk, sem þarf að betla sér mat.  Þetta eru löndin með skjaldborgina. Ísland og Norður Kórea.

Þau Kim Jong og Jóhanna hafa að sögn, tekið ákvörðun að halda sameiginlega afmælisveislu, enda eins og/eða sama fólkið sem mætir.  


mbl.is Kim Jong-Il fagnar afmæli sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband