Er gagnrýni leyfð?

Nú á tímum niðurskurðar hélt maður að allt yrði skoðað, því niðurskurður er nauðsyn. Nei, grunnskólakennarar vilja ekki að kjör þeirra eða framlag sé skoðað. Nú vill svo til að ég er í heildina afar ánægður með þá grunnskóla sem ég þekki. Hef á tilfinningunni að aukin menntun kennara hafi skilað sér í góðu faglegu starfi. Viðkvæmni fyrir gagnrýni er svartur blettur innan grunnskólana. Það er fyllilega eðlilegt að við berum okkur við nágranalönd okkar, hvað varðar vinnuskyldu, laun og aðbúnað. Við þurfum líka að skoða fjölda aðstoðarfólks, og yfirmanna. Það er frábært að Halldór Halldórsson láti sér málið varða. Þar er góður maður á ferð.

Ég vil að grunnskólakennarar njóti sambærilegra kjara og eru í nágrannalöndum okkar. Við þurfum að standa vörð um það góða starf sem þar er unnið. Hins vegar er fyllilega eðlilegt að jafnframt séu gerðar kröfur. 


mbl.is Kennarar ósáttir við Halldór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðismælikvarðinn.

Það er með ólíkindum að Jóhanna og Steingrímur hafi raunverulega talið að Ólafur Ragnar myndi staðfesta ákvörðun Alþingis um Icesave. Hlaup þeirra undan þjóðinni til forsetans með plöggin voru aumkunarverð. Þeir sem hlustuðu á rökstuðning Ólafs Ragnars við síðustu Icesaveafgreiðslu, áttu að vera viss um að þjóðaratkvæðagreiðslan var það eina í stöðunni. Jóhanna og Steingrímur, sjá ekki, heyra ekki og skilja ekki. Rétt eins og aparnir þrír. 

Á Bessastöðum var boðið upp á hina mestu skemmtun. Ólafur var öryggið uppmálað og það var hrein unun að sjá hvernig Ólafur rúllaði samfylkingarsnúðunum Jóhanni Haukssyni og Ómari Valdimarssyni upp. Hann gerði úr þeim apa, eða þeir voru a.m.k. eins og apar í lokin. 

Dagurinn er sigur fyrir lýðæðið. Þjóðinni er treystandi til að taka ákvörðun. Það kom í ljós hverjir treysta almenningi og hverjir ekki. Hverjir trúa á opna og lýðræðislega umræðu og hverjir ekki. Hverjir styðja lýðræðið og hverjir ekki. Það eru ekki Jóhanna og Steingrímur. Það er ekki Samfylkingin. Það er heldur ekki hundadeildin í VG. Við hin erum sigurvegarar dagsins. 

 

 


mbl.is Vonsvikinn og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband