Icesave á vogarskálarnar

Fyrir mér er Icesaveákvörðun ekkert sjálfgefin.

Ég get tekið undir með þeim sem segja að þeir vilji ekki taka á sig, skuldir óreiðumanna. Að okkur beri ekki lagaleg skylda til þess að greiða. Að við eigum að standa fast á rétti okkar. Ég veit hins vegar að þessari ákvörðun fylgir áhætta. 

Við ákváðum strax árið 2008 að fara samningaleiðina. Síðan kom Svavarssamningurinn, og það var sannarlega ekki það sem við vorum að biðja um. Svo komu fyrirvarar okkar og loks núverandi Icesavesamningur. Honum fylgir líka áhætta. 

Þessa tvo þætti þarf að meta og setja á vogarskálarnar. Í Kastljósi í kvöld lýstu hæstaréttardómararnir Ragnar Hall og Reimar Pétursson viðhorfum sínum hvað gerðist ef við samþykktum ekki Icesave. Að mínu mati komu aðeins nokkrar af mörgum röksemdum með og á móti nýja Icesavesamningum fram, en að mínu mati hallaðist ég að málflutningi Ragnars Hall.

Ég er svona 60% meðfylgjandi því að samþykkja samninginn, en 40% á móti. Mér skilst að það sé nálægt því sem skoðanakannanir sýni viðhorf þjóðarinnar. Ég er e.t.v. þegar öllu á botninn er hvolft, sjálf þjóðin. Við erum eitt Wink


Bloggfærslur 22. febrúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband