Icesave þarf að afgreiða með rökum!

Einföld mál eins og að kaupa mjólk, kaffi eða brauð, er hrein afgreiðsla og þarf skjótra ákvörðunar. Flókin mál eins og Icesavesamnigurinn þarfnast að fá sem flesta fleti málsins á borðið og síðan taka vandlega íhugaða ákvörðun.

Því miður er flokkur skjóthuganna kominn fram og hefur hátt. Bæði með og á móti Icesave. Hundarnir í Samfylkingunni eru eins og alltaf sammála, samþykkja Icesave. Það gerðu þeir líka við mat á Svavarssamningum og því væri heppilegast að þetta lið hefði sig hægt. Hinn hópurinn er sá sem segir ,,við borgum ekki skuldir óreiðumanna" og síðan enginn rökstuðningur. 

Í gær fór ég á elliheimili og hitti þjá vistmenn. Þeir voru allir á móti Icesave. Við viljum ekki borga, ekki láta þennan bagga á börnin og barnabörnin okkar. Ég spurði hvort þau hefðu skoðað málið, en svo var ekki. 

Við þurfum að fá sem besta kynningu á Icesave. Hvort sem við samþykkjum eða höfnum hefur það í för með sér áhættu. Í því ljósi þarf að skoða málið. 


Bloggfærslur 28. febrúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband