Í Kastljósi

Í gær las ég í einhverju bloggi, sem ég renndi yfir í fljótheitum að Helgi Seljan væri öflugasti sjónvarpsfréttamaðurinn. Það er nú svo að Helgi rembist þegar hann er með pólitíska andstæðinga sína  í Kastljósi, en ef um er að ræða samherja í pólitík leggst hann á fjóra fætur og byrjar að sleikja fætur viðmælenda. Þegar pólitískir mótherjar eiga í hlut, hefur hann tilbúnar 5-6 spurningar og þegar þeim hefur verið svarað, byrjar hann á fyrstu spurningu aftur. Hann skilur aldrei nein svör, þannig að hann getur aldrei spurt aukaspurninga út frá svari viðmælenda.

Í dag var hjá Helga Bjarni Benediktsson. Hann hefur stundum verið sakaður um að hann mætti vera ákveðnari, en hann verður ekki sakaður um slíkt í kvöld. Hann svaraði af röggsemi og yfirvegun. Það er alveg ljóst að þjóðin mun skiptast í þrjár fylkingar, þá sem vilja samþykkja núverandi Icesavesamning, þá sem alls ekki vilja semja, og þá sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Nú voru flestir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að fara ætti samningaleiðina varðandi Icesave. Því þarf að meta, hvort núverandi samningur er góður eða ekki. Um það eru skiptar skoðanir. Mér finnst Bjarni sýna kjark í þessu máli, einhverjir munu snúa baki við Sjálfstæðisflokknum en fleiri munu virða málefnalegrar afstöðu. Það mætti t.d. ríkisstjórnin temja sér. Mér segir svo hugur að hér sé um tímamótaákvörðun að ræða.  


mbl.is Fráleitt að tilefni sé til að halda landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun án tillits til vinsælda.

Það má öllum vera ljóst nú að samningurinn frábæri sem Svavar Gestsson kom með, var árás á þjóðarhag. Enginn hefur verið látinn bera ábyrgð á þeim samningi. Minnist þess ekki að Steingrímur eða Jóhanna hafi beðið þjóðina afsökunar á gerðum sínum. Að vísu sagði Jóhanna í viðtali, í ljósi sögunnar væri ljóst að það hefði verið betra að fá fagmann til þess að semja fyrir okkur en ekki Svavar. 

Nú fer fagmaður fyrir íslensku samninganefndinni og niðurstaðan er allt önnur og betri. Ég reyndi að afla upplýsinga um núverandi niðurstöður og fá á þær mat. Margt bendir til þess að okkar hlutur gæti orðið mjög óverulegur og áhættan ásættanleg. Geta þrotabús Landsbankans til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem um er að ræða sé að styrkjast. 

Þeir sem vilja að afgreiðsla nú fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa sannarlega sín rök fyrir því. Á þjóðin að taka á sig vafasamar kröfur, útrásarvíkinganna?

Þeir sem vilja hafna samningum og láta málið fara fyrir dómstóla, eru líka að taka ákveðna áhættu. Í dómsmálum er alls ekki ljóst hver niðurstaðan er, þrátt fyrir að við teljum okkur hafa góðan málstað. 

Þriðji valkosturinn er að samþykkja þennan samning, taka ekki áhættuna á dómstólaleiðinni og vona að það sem fellur á þjóðina verði sem allra minnst.

 Í mínum huga er leið þrjú mjög ásættanleg leið. Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins tekið afstöðu, ásamt meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þetta er djörf ákvörðun hjá Bjarna Benediktssyni. Talið er að þungaviktarmenn eins og Björn Bjarnason og Davíð Oddson séu afhuga þessari leið. Stjórnun er að taka ákvörðun og niðurstaðan verður án efa umdeild. Ef farið er eftir sannfæringu sinni, er líklegt að það sé besta lausnin til lengri tíma.  


mbl.is Björn vill þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband