Undir fiskhausafylgið.

Mér skilst að Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka viðskipta og þjónustu hafi lagt til í Silfri Egils í dag að skipt yrði um þjálfara í ríkisstjórninni. Ef rétt er þá er það athyglisvert því að ef ég man rétt er Margrét varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hafandi í nokkur skipti tekið við sem þjálfari hjá fallliðum, og aldrei fallið með lið veit ég að nýjir sópar, sópa best. Það kemur nýtt hugarfar og ný von. Stuðningur við Jóhönnu Sigurðardóttur hefur fallið úr 65% í 16,9%. Það er næg ástæða til þess að skipta um þjálfara. Til þess að ná trausti að nýju, dugar ekki að láta Steingrím taka við, því að framganga hans í Iceave II rýrir hann trausti. Sennilega er algjörlega nauðsynlegt að kjósa að nýju. Alþingi er skaddað, og þá verður að hreinsa út. Eftir þær kosningar er nauðsyn á  nýrri ríkisstjórn, sem verði mönnuð af fleiri ráðherrum utan Alþingis en áður hefur þekkst. Sá eða sú sem leiðir þá ríkisstjórn verður að vera leiðtogi, en það er hugtak sem allt of fáir virðast skilja. 

Forseti hafði tillögu um þjóð­stjórn að engu!

Á þeim tíma sem minnihlutastjórn Samfylkingar og VG var sett á laggirnar, var möguleiki að koma á þjóðstjórn. Nú þegar frá líður má öllum vera ljóst að ákvörðun Forseta Íslands var afglöp. Við skulum skoða hvað AMX skrifaði um málið.

bjorn.jpg

 Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að forseti Íslands hafi haft að engu tillögu Geir H. Haarde að mynduð yrði þjóðstjórn og tryggja þannig þingræðislega stjórn. Björn telur að forseti hafi gengið gegn þingræðisreglu sem gerir ráð fyrir að ríkisstjórn styðjist við meirihluta á Alþingi.

Þetta kemur fram á pistli sem Björn Bjarnason skrifaði á heimasíðu Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar gagnrýnir hann hvernig staðið hafi verið að myndun minnihlutastjórnar án þess að láta reyna á hvort hægt væri að tryggja meirihluta á Alþingi. Vinnubrögðin renni stoðum undir þá kenningu, að það hafi um nokkurt skeið verið samantekin ráð vinstri flokkanna að koma Sjálfstæðisflokknum út úr ríkisstjórn. Björn segir að ætla mætti „af aðferð og framvindu viðræðna um vinstri minnihlutastjórnina, að þetta hafi verið gert í samráði við Ólaf Ragnar Grímsson“.

Björn segir frá því að þegar Geir H. Haarde hafi beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi hann lagt til við forseta að mynda ætti þjóðstjórn:

„Ólafur Ragnar hafði þessa tillögu að engu og fól fyrir hádegi þriðjudags 27. janúar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til að hafa forystu í viðræðum við vinstri-græna um myndun minnihlutastjórnar „í ljósi yfirlýsinga“ Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og með „tilliti til þeirra sjónarmiða“, sem Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður frjálslyndra, hafði kynnt í samtali við Ólaf Ragnar. Jafnframt sagði Ólafur Ragnar við þetta tækifæri, að fram hefði komið „það sjónarmið að taka til skoðunar að einn eða fleiri virtir einstaklingar, sérfræðingar utan þings, tækju kannski sæti í slíkri ríkisstjórn.“ Gaf Ólafur Ragnar til kynna, að þar sem slík ríkisstjórn „nyti stuðnings eða samvinnu við a. m. k. fjóra flokka á alþingi og hefði slíka tilvísun út í samfélagið væri kannski á vissan hátt í anda þeirrar þjóðstjórnarhugmyndar sem að margir hafa sett fram að undanförnu.“

Hin tilvitnuðu orð eru af blaðamannafundi, sem Ólafur Ragnar hélt með þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri-grænna, á Bessastöðum rétt fyrir hádegi þriðjudaginn 27. janúar. Engin þeirra röksemda, sem Ólafur Ragnar nefnir leysti hann undan þingræðisreglunni og þeirri skyldu að veita stjórnmálamanni fyrst umboð til að reyna myndun ríkisstjórnar, sem nyti óskoraðs stuðnings meirihluta á alþingi.“

 

 


Er hægt að réttlæta árásir vesturlanda á Líbíu?

Venjulegt fólk vill ekki stríð, a.m.k. ekki af ástæðulausu. Við viljum heldur ekki að fólk sé lokað inni. Samt höfum  við fangelsi. Í þeim tilfellum sem fólk eða forystumenn þjóða fara yfir ákveðin strik í samskiptum, er það skylda okkar að grípa inni. Beita hörðum ákveðum aðferðum. Skapa ramma sem undantekningarlaust skal halda sér inni. Innanlands höfum við þannig lagaramma, og þeir sem ekki halda sér innan hans kalla yfir sig refsingu. Þegar þjóðarleiðtogar fara yfir ákveðin ramma verða aðrar þjóðir að grípa inní. Auðvitað munu spretta upp lið hér innanlands eins og í öðrum löndum sem verður á móti innrásinni í Líbýu. Þau vilja ekki stríð, gera eitthvað annað. Þegar spurt er hvað þá er gripið í tómt.
mbl.is Krefjast fundar í öryggisráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband