Um lögfræðikostnað bæjarstjórnarmanna í Kópavogi

Talsverðar deilur hafa verið í Bæjarstjórn Kópavogs um lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa, sem þeir vilja að Kópavogsbær taki á sig. Fyrir þá sem ekki hafa sett sig inn í málið þá hélt samfylkingin í Kópavogi upp mjög harðri gagnrýni á Gunnar I Birgisson í hans valdatíð hans sem bæjarstjóra. Undir lok bæjarstjórnartíðar Gunnars gagnrýndi Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG og Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson  fyrir samfylkinguna Gunnar m.a. í blaðagrein þar sem því var haldið fram að Frjáls miðlun fyrirtæki dóttur Gunnars og eiginmanns hennar, hefðu:

1. Fengið borgað fyrir  verk sem þau hefðu ekki unnið, og..

2. Tekið að sér gerð á viðurkenningarskjölum, á óheyrilegum   töxtum.

 Í þessari gagnrýni er ekki aðeins verið að gagnrýna Gunnar Birgisson heldur einnig verið að draga fyrirtæki dóttur Gunnars inn í umræðuna. Í pólitíkinni er ákveðið frelsi til að fara rangt með milli pólitíkusa, en þegar fyrirtæki eða einstaklingar út í bæ eru tekin inn í umræðuna, verður að halda  innan ramma laganna.

Í ljós hefur komið að það verk sem fyrirtækið Frjáls miðlun hafi ekki átt að hafa skilað af sér, var unnið. Fyrirtækið skilaði þeim verkþáttum af sér sem um var samið.

Í hinu dæminu fór fram útboð, ári eftir á,  vegna gerðar  viðurkenningaskjalanna og var Frjáls miðlun með langlægsta tilboðið, og á sambærilegu verði og áður hafði verið gert.

Fyrir flesta sem þekkja til viðskiptalögfræði hafa bæjarfulltrúarnir með þessari framgöngu brotið alvarlega á Frjálsri miðlun. Héraðsdómur Reykjaness tók ekki efnislega þessa tvo þætti til meðferðar.  Málinu hefur því verið vísað til Hæstaréttar. 

Málskostnaður sem þrímenningarnir fengu dæmda í Héraðsdómi dugði ekki fyrir lögfræðikostnaði þeirra. Því fannst bæjarfulltrúunum þremur tilvalið að fá þann kostnað vegna einkamáls þeirra, greiddan úr Bæjarsjóði Kópavogs. Lögfræðideild Háskóla Íslands benti á í sínu álíti að það gæti verið fordæmisgefandi fyrir önnur dómsmál einkaaðila í Kópavogi. Það sýnir mikið dómgreindarleysi bæjarfulltrúana þriggja að fara fram á þessa fyrirgreiðslu hjá Kópavogsbæ. Tapi þau málinu fyrir Hæstarétti, sem verður að teljast líklegt, þurfa þau að greiða allan lögfræðikostnað sinn og Frjálsrar miðlunar.  Auk þess að ná þeim vafasama árangri að verða fyrstu  sveitarstjórnarmenn, sem dæmdir eru fyrir rógburð, að því að ég best veit.


Bloggfærslur 23. mars 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband