Verður stækkunin færð suður?

Það er einhver undirtónn í þessari mengunarumræðu fyrir norðan. Becromal hefur komið inn með um 100 störf á Akureyri og allt í einu, er fyrirtækið orðið ,,vont fyrirtæki" sem ræðst á umhverfið. Verkfallsboðin er í loftinu. Ég heyri ekki betur en stjórnendur fyrirtækisins séu fullir af vilja til þess að bæta úr því sem þarf að bæta úr, en maður hefur á tilfinningunni að málið snúist ekki um það.

Lengi hefur það orðspor farið af atvinnumarkaðinum á Akureyri að utanaðkomandi séu ekki velkomnir. Bónus var ekki velkomið og Helgi í Góu hefur gert ítrekaðar tilraunir með að koma með veitingarhús norður en ekki tekist. 

Er verið að segja við þá Becromalmenn að stækkun á verksmiðjunni eigi að fara annað. Á Húsavík, eða jafnvel suður?

Það er full ástæða að taka á mengunarmálum og sjá til þess að þau séu innan allra marka. Viðbrögð norðanmanna virðast vera rekin af einhverjum allt öðrum hvötum. Spurningin er hvort það sé heimamönnum til góðs. 


mbl.is Ekki þrávirk efni í menguninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband