Einokun og þöggun.

Fyrir mörgum árum aðstoðaði ég lítið fyrirtæki, Líkkistuvinnustofu Eyvindar, til þess að ná rétti sínum. Kirkjugarðar Reykjavíkur ákváðu að nota fjármuni úr kirkjugarðsgjöldum til þess á ólögmætan hátt niðurgreiða útfararkostnað. Það sem kom mér óþægilega á óvart var að Ólafur Skúlason var einn aðal forsprakkinn og hvatamaður að hinu ólöglega athæfi. Það bætti ekki úr skák að eigandi Líkkistuvinnustofunnar gerðist svo ósvífinn að spyrja þáverandi biskup, út í mál sem þá fór afar hljótt, sem var meint kynferðisbrot biskups.

Viðbrögð margra áhrifamanna inna kirkjunnar voru með ólíkindum. Kirkjan átti að sjá um útfarir, ekki einkaaðilar, biskup væri alveg tilbúinn að fyrirgefa eiganda líkkistuvinnustofunnar ef hann legði niður lífsstarf sitt og bæði biskup afsökunar, og hætti fyrirspurnum um kynferðisbrotamálið. Þess verður að geta að líkkistuvinnustofa verður ekki rekin nema í nánu samstarfi við starfsmenn kirkjunnar.

Mál líkkistuvinnustofunnar fór fyrir Hæstarétt. Líkkistuvinnustofna vann táknrænan sigur, fékk einhverjar bætur, en eigandinn hafði tapað öllu sínu og fór í þrot.

Einokun og þöggunin á sér rót í mannvonskunni, heimskunni og vanmáttarkenndinni. Á hverju ári flykkist hópur fólks og flykkist til starfa fyrir þessa hugmyndafræði. Ef í boði eru peningar, völd, bitlingar þá er þetta fólk tilbúið þegar kallið kemur. Það eru kellingar allra tíma.  


Bloggfærslur 27. mars 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband