Að segja eitt og framkvæma annað.

Sá fáheyrði atburður átti sér stað fyrir rúmri viku að fyrir Bæjarráði Kópavogs lá fyrir tillaga sem gerði ráð fyrir að Kópavogskaupstaður tæki að sér hluta af málskostaði þriggja bæjarstjórnarmanna í einkamáli. Þeirra Hafsteins Karlssonar, og Guðríðar Arnardóttur frá Samfylkingu og Ólafi Gunnarssyni frá VG. Þar sem þessir bæjarfulltrúar þurftu að víkja af fundi vegna vanhæfis, voru aðeins þrír bæjarfulltrúar sem voru til staðar til þess að taka afstöðu til málsins. Guðný Dóra Gestdóttir VG og Hjálmar Hjálmarsson frá Næstbestaflokknum eru í meirihluta með þremenningunum og var því ljóst að þau greiddu atkvæði með tillögunni. Þá var í raun einn bæjarfulltrúi sem gat fellt málið en það var Ármann Ólafsson frá Sjálfstæðisflokki. Það gerði hann ekki, heldur sat hjá og því þurfti ekki að taka málið upp í bæjarstjórn. 

Þessi framganga er með ólíkindum. Ármann á þetta mál einn og óstuddur. 

Í dag tekur bæjarfulltrúinn til og fordæmir málsmeðferðina sem hann sjálfur bar ábyrgð á. Hvaða þýðingu er að segja eitt og framkvæma annað? Ármann átti þrjá leiki í stöðunni. Biðja Kópavogsbúa afsökunar, fá sér hárkollu og þykjast heita Björn eða gera það sem hann valdi, reyna að blekkja og vekja þannig athygli á lákúrunni. 


Bloggfærslur 29. mars 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband