Hlustað á reynsluna

Fyrir hrun voru um 70% Íslendinga því meðfylgjandi að fara í aðildarviðræður við ESB. Ef spurt hefði verið að sækja formlega um aðild þá hefði niðurstaðan eflaust orðið nokkuð önnur, og ef þjóðin hefði verið spurð hvort við vildum fara í aðlögunarferli vegna ESB er ég nokkuð sannfærður um að fyrir slíku var ekki meirihluti. 

Eftir hrun er afstaða landsmanna allt önnur, nú er um 70% á móti aðild að ESB. Egill Helgason ræddi við Uffe Elleman Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra Danmörku. Hann ítrekar það sem hann áður hefur sagt, við förum ekki inn í ESB, vegna efnahagslegs ávinnings. Heldur af pólitískum ástæðum. 

Hann telur að það sé betra að bíða með inngöngu ef Íslendingar en að við förum inn á röngum forsendum. Við eigum að hlusta á þennan reynslubolta. Fyrir okkur skiptir sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn miklu máli. Við núverandi stöðu í ESB ætti mönnum að vera ljóst að ásættanleg niðurstaða mun ekki nást. Þess vegna er umsóknin nú tímaskekkja og flótti frá þeim verkefnum sem leysa þarf. 

Uffe Elleman Jensen er jafnaðarmaður, og skilgreinir sig sem frjálslyndan. Egill þekkti ekki slíka á Íslandi. Það stafar af því að hann hefur hann tekur nánast eingöngu þá í viðtal við sig sem flokkuðust undir harða vinstri sinna. Egill hefur eflaust heyrt vel að Uffe Elleman Jensen látið, en hann skilur hvorki fyrir eða eftir viðtalið hvers vegna. 


Bloggfærslur 6. mars 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband