Inntakið í umræðunum.

Skot flugu á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Jóhönnu Sigurðardóttur úr ræðupúlti í dag. Sigmundur hefði getað verið hvassari, en ákvað sennilega að gera það ekki. Átök þeirra á milli og vantraust, má rekja til þess þegar Sigmundur, að margra áliti blautur á bak við eyrun, ákvað að verja minnihlutastjórn þeirra  Jóhönnu og Steingríms, með skilyrðum. Sigmundur fékk rýtinga í bakið frá bæði Steingrími og Jóhönnu og mörgum flokksmönnum þeirra hjúa var skemmt. Höggi var komið á nýjan formann Framsóknar og einnig flokkinn. Með þessum refshætti náðu þau síðan hreinum meirihluta og Sigmundur var síðan æði valtur hjá Framsókn. Sigmundur hefur síðan náð vopnum sínum, og naut sín til hins ýtrasta í nýliðnum Icesavekosningum.

Refsháttur þeirra Steingríms og Jóhönnu nær ekki bara til samskipta við Sigmund, heldur einnig til annarra stjórnarandstæðinga og síðan þeirra eigin þingmanna og ráðherra. Þingmenn hreyfingarinnar vildu því einhverjir fá þau hjú frá, en ekki endilega flokkana úr ríkisstjórn.

Frá og með kvöldinu í kvöld, verður Ásmundi Einari Daðasyni vart vært í þingflokki VG. Það eru stór tíðindi því Ásmundur er sannarlega eitt mesta efni sem fram hefur komið á vinstri væng stjórnmálanna. Nýliði sem hefur þorað að vera hann sjálfur á þingi og fylgt sannfæringu sinni i mörgum erfiðum málum. Ef hann hefði verið þægur þingmaður út kjörtímabilið hefði hann eflaust orðið ráðherraefni VG eftir næstu kosningar. Það segir mér þó svo hugur að hann muni leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi í næstu kosningum.

Það sama verður ekki sagt um Guðmund Steingrímsson fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur valdið mörgum vonbrigðum. Hvort sem hann verður í Framsókn eða Samfylkingunni, á ég von á að hans tími sé liðinn.

Siv Friðleifsdóttir gerði á afar skemmtilegan hátt upp daður við Þór Saari og sagði Hreyfinguna best setta í stjórnarandstöðu með Sjálfstæðisflokknum. Líklegt er talið að með þessu sé Siv að innsala sendiherrastöðu áður en kjörtímabilinu er lokið.

Niðurstaðan er krafa um að foringjaræðinu á Alþingi verði aflétt og Steingrímur og Jóhanna fái að setjast í helgan stein.  


mbl.is Snögg sinnaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband