Óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum.

Óvinveitt yfirtaka er þekkt í viðskiptaheiminum og þykir fremur ósmekklegt fyrirbrigði en óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum er heimskuleg. Virkni í frjálsum félögum er mismikil og yfirleitt eru tiltölulega litill hópur sem mætir á aðalfundi. Mikilvægt er að stjórn félags endurspegli vilja félaganna og samanstandi eða virði þau sjónarmið sem í félögunum eru. Ef félög hafa nefndir og ráð, er leitast við að virkja einstaklinga sem eru öflugir og eins túlki mismunandi sjónarmið. Óvinveitt yfirtaka á yfirleitt sér stað á þann hátt að á aðalfund sem tiltölulega lítill hluti félaganna mætir, smalar hópur saman félögum oft sem að öllu jöfnu eru lítið virkir og fella ríkjandi stjórn. Þetta er yfirleitt gert þannig að aðeins yfirtökuliðið veit af aðförinni. Vandamálið við slíka yfirtöku í frjálsum félögum að eftir yfirtökuna kemur nýr dagur og traust sem var milli manna er horfið.

Þessi vinnubrögð hafa verið þekkt í ungliðahreyfingum  stjórnmálaflokkanna í áratugi og skilur eftir sig gjá milli manna oft ævilangt. Þegar þetta er gert af fullorðnu fólki er oft um að ræða félagslega vankunnáttu á háu stigi eða að yfirtökunni standa oft siðblindir einstaklingar, eða blanda af þessu tvennu. Vinnubrögðin er nánast undantekningarlaus þau sömu. Ný stjórn er eingöngu skipuð fólki þóknanlegt yfirtökuliðinu, aðrir eru felldir. Eftir yfirtökuna kemur nefnilega nýr dagur þar sem fólk þarf að vinna sama, en þá er traust ekki lengur á milli manna. Niðurstaðan virðist koma fólki alltaf jafn mikið á óvart. Nýr formaður hvort sem hann er í forystu fyrir byltingunni eða ekki, hættir mjög oft fljótlega. Hann getur einangrast og hverfur mjög oft út úr félaginu varanlega. Forsprakkarnir verða oft glaðhlakkalegir í upphafi, og gorta sig oft af vinnubrögðunum. Þeir bera sjálfa sig og hrökklast oft úr félögunum. Í framhaldinu kemur oft nýtt fólk til starfa í bland við fyrri kjarna. 

Óvinveitt yfirtaka kallar oft á tímabundin óþægindi, en það jafnar sig furðu fljótt. Með aflúsun sem oftast kemur í kjölfarið verður oft til sterkari félög. Kjarninn í frjálsum félögum er að þekkja siðblinda einstaklinga innan þeirra. Siðblindir félagar hafa einmitt einstaklega gaman af alls kyns plotti og ósannindum, og skortir oft tilfinningu fyrir því þegar þeir skaða aðra félagsmenn með uppákomum sínum. Er í raun slétt sama. 

Eins og fjölmörg dæmi sanna, er það nánast regla að  óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum mistekst.


Nýju sendiherrarnir

Það hefur verið til siðs að tala niður sendiráð þegar spara þarf peninga. Það bendir til þess að í huga margra sé sukkað hvað varðar utanríkisþjónustuna. Þetta á eflaust við í einhverjum tilfellum, en eftir að hafa notið þjónustunnar í nokkrum tilfellum er mín reynsla að þar er unnið gott starf.

Við höfum hins vegar aðra aðila sem líka eru sendiherrar. Það eru listamenn eins og Björk, vísindamenn og fræðimenn. Jón Daníelsson prófessor í fjármálum við London School of Economics er einn af okkar sendiherrum. Í fjölmiðlum hefur komið fram að hann hefur verið í nokkrum viðtölum hjá BBC um Icesave þar sem hann hefur kokmið málstað okkar á framfæri. Hjá Jóni kom fram að Bretar eru nokkuð hissa á því að við höfum fellt Icesavesamninginn og spyrja hvort þetta hafai eitthvað með óvinsæla ríkisstjórn að gera. Segjum svo að menn fylgjast ekki með. 

Hvort við samþykktum eða ekki, er það ekki mál dagsins í dag, heldur hvernig unnið er með það dæmi. Við þurfum á vönduðum sendiherrum að halda, þeim sem valda því að geta unnið að hag þjóðarinnar. 


Bloggfærslur 16. apríl 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband