Er Ólafur Ragnar vitleysingur?

RÚV segir á heimasíðu sinni í dag að Ólafur Ragnar sé sagður vitleysingur. Ég get mér þess til að fréttina hafi skrifað Lára Ómarsdóttir með sérstöku leyfi eða aðstoð Óðins Jónssonar. Hér vitnar fjölmiðlasérfræðinguinn í þátt með þeim Uffe Ellemann Jensen og Mogens Lykketoft.

Nú er það í fyrsta lagi vandmeðfarið að þýða slíkar yfirlýsingar frá þeim félögum, þar sem danir nota oft sterk orð í svona tilfellum til þess að segja hluti, þar sem meiningin er allt önnur. Hins vegar er það mjög umhugsunarvert ef þeir félagar hefðu kallað Ólaf Ragnar vitleysing. Sjáum við fyrir okkur að fyrrum ráðherrar á Íslandi myndu kalla Þórhildi Danadrottningu vitleysing. Gerðu þeir það höldum við að danska ríkissjónvarpið myndi segja frá slíku á forsíðu á vef sínum?

Það kemur ekki á óvart að hérlendis eru það Samfylkingarbloggarar sem eru afar kátir með umfjöllunina, það er þeirra anda. Gera lítð úr lýðræðislegum vinnubrögðum enda þekkjast þau ekki í verkfærakistu flokksins.

Kanna þarf hver hefur skrifað fréttina á RÚV og taka vinnubrögðin fyrir á viðeigandi stöðum.


Á að hundsa vilja 70% þjóðarinnar.

Lýðræði felst í því að meirihluti þjóðarinnar hafi með ákvaðanir að gera. Lýðræði er raunar miklu meira en það, það fellst í rökræðu og umfjöllun sem gæti leitt til breyttar niðurstöðu. Oft næst niðurstaða sem er allt önnur en lagt var upp með, eða breytt og sigur sigur niðurstaða fæst. Þá nær lýðræðið hátindinum.

Það er tímaspursmál hvenær rafrænar skoðanakannanir verða framkvæmdar og hægt er að nota þær til ákvarðanatöku. Tæknin er til. Á meðan verðum við að nota hefðbundar skoðanakannanir. 

Um 70% þjóðarinnar styður ekki sitjandi ríkisstjórn. Í famtíðinni má reikna með að slíkt þýði að skylt verði að kjósa að nýju. 

Um 93% þjóðarinnar felldi Icesave II. Það hefði átt að hafa afleiðingar fyrir þá ráðherra sem báru ábyrgð þá því máli.

Um 70% þjóðarinnar vildi fara í aðildarviðræður við ESB 2007, það hefði átt að þýða að slíkar viðræður hefðu átt að fara fram. Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu um þetta grein og ESB sinnar hafa síðan haldið því fram að þeir félagar vildu ganga í ESB, svo var alls ekki. 

Nú eru 70% þjóðarinnar á móti að ganga í ESB. Af einhverjum ástæðum sér hluti ríkisstjórnarinnar það einu leiðina til þess að leysa öll vandamál í þjóðfélaginu. Lýsir það mikilli lýðræðisást?


Bloggfærslur 19. apríl 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband