Pólitískt vændi

Heyrði skemmtilega sögu. Ungur strákur fór erlendis til að vinna til Danmerkur í sumarfríinu. Honum var boðið í grillveislu ásamt nokkrum ungum íslendingum. Sessunautur hans, eldri kona að hans mati 23-24 ára, tók hann tali og spurði hann hvaðan hann kæmi. Hann spurði konuna hvað hún starfaði og hann varð kjaftstopp þegar hún svaraði ,,vændiskona"

,,Hvernig er að selja sig" spuði ungi maðurinn

,,Ég sel mig ekki". Svarðaði unga konan.

,, Ég leigi líkama minn,en sál mína geta þeir aldrei keypt" 

Því meira sem  ungi maðurinn kynntist íslenskum pólitíkusum bar hann  meiri virðingu fyrir þessari dönsku konu.

Rifja þetta upp, þegar umræðan fór á stað um teikningu af Siv Friðleifsdóttur birtist í Morgunblaðinu. Hef engan hitt sem heldur því fram að Siv vilji inn í ríkistjórnina af hugsjónaástæðum. Heldur einmitt vegna pólitískra hrossakaupa. Hvað fær hún í staðinn. Þó að manni hafi brugðið að sjá myndina í ljósi mála í persónulegu lífi Sivjar, þá orkar myndin tvímælis. Hún á rétt á sér og ekki. Siv er ekki að hugsa um Framsóknarflokkinn þegar hún vill inn í ríkisstjórnina, framganga forráðamanna þessarar ríkisstjórnar við Framsóknarflokkinn og forystumann hans á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn studdi minnihlutastjórnina var þess eðlis að afar ólíklegt verður að telja að traust muni nást milli þessara aðila í náinni framtíð. Stuðningur við þessa ríkisstjórn er heldur ekki til þess að styðja fólkið í landinu.  Þessi ríkisstjórn er fallin í síðasta lagi þegar viðræður við ESB liggja fyrir með eða án Framsóknarflokksins. Sé það rétt að gulrótin fyrir inngöngu sé einhver dúsa sem Siv gæti fengið er teikningin í Morgunblaðinu ekki móðgun við Siv, hún er þá móðgun við ungu konuna í Danmörku forðum og starfsfélaga hennar. Sú danska seldi aldrei sálu sína.


Bloggfærslur 22. apríl 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband