Eru hormónar ástæaða óróleikans?

Í VG er mikill einhugur og samstaða. Menn streyma úr fjarlægum landshlutum til höfuðborgarinnar til þess að mæta á samhyggðarfund flokksins í Reykjavík. Enginn klofningur, enginn ágreiningur þannig sýna íslenskir sósíalistar almenningi myndina. Lilja Móses er ekki lengur ámyndinni, heldur ekki Atli Gísla eða Ásmundur eru ekki á myndinni, og þau Jón Bjarna, Guðfríður og Ögmyndur sjást ekki. Það náðist ekki mynd af öllum.

Í Frakklandi er líka sýnd mynd af frönskum sósíalista. Hinum dáða Dominique Strauss-Kahn. Í Bandaríkjunum er forsetaefni þeirra kært fyrir nauðgun. Tóm vitleysa segja franskir sósíalistar, þetta er árás kapítalistanna í Bandaríkjunum til þess að koma í veg fyrir að sósíalisti verði forseti Frakklands. Fyrri yfirsjónir  Strauss-Kahns eru skýrðar með hormónavirkni. Góðir pólitíkusar hafi virkari hormónastarfsemi en aðrir. Sem dæmi máli sínu til stuðnigs benda þeir á Kennedy. 

Ofurvirk hormónastarfsemi er misvel liðin, þannig varð  Moshe Katsav forseti Ísrael að segja af sér vegna fjölþreyfni. 

Á Íslandi er ekki komin hefð fyrir afstöðu gagnvart hormónaofvirkni stjórnmálamanna. Erum við jafn ,,umburðarlyndir" og Frakkar, eða erum við jafn dómharðir og Bandaríkjamenn, Danir og fleiri þjóðir. Hvaða mynd setjum við upp? 

Væntanlega þá sem við viljum sjá.

 


mbl.is Einhugur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband