Geðveiki, kynáttahatur eða stjórnmálaöfgar?

Mjög mörgum kemur fyrst í hug þegar þeir fara yfir hryðjuverk Anders Behring Breiví, að maðurinn hljóti  að vera alvarlega veikur haldinn persónuleikaröskun á háu stigi. Slíkt kemur auðvitað ekki í ljós fyrr en eftir einhvern tíma. Í þá greiningu verða eflaust fengir hinir færustu sérfræðingar, sálfræðingar og geðlæknar.

Hér á Íslandi eru hins vegar ,,sérfræðingar" búnir að komast að niðurstöðu. Á Eyjunni í kvöld kemur er skrifað: 

,,Enn aðrir vara við hættunni á að skýra atburðina með skírskotun til geðveiki, til dæmis Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra sem skrifar á facebook í dag:

„Minni á að geðsjúklingar eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki í erfiðri glímu við daglegt líf. Geðsjúkt fólk vill ekki öðru fólki illt eða fer með ígrunduðu ofbeldi gegn öðrum. Hlutskipti þeirra er á engan hátt líkt atferli manns sem skipuleggur í þaula grimmilegt ofbeldi gagnvart varnarlausu fólki. Slíkt hátterni þarf að útskýra með öðru en með vísan til geðsjúkdóma.“

 og síðar: 

Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan leggur meðal annars þetta til mála:

„Í dag þykir lágkúrulegt að vekja athygli á því úr hvaða jarðvegi viðbjóðurinn í Noregi spratt, enda sé um sjúkling að ræða. Fyrir tíu árum síðan þóttu árásirnar á tvíburaturnana hins vegar nauðsynleg áminning um hættuna af róttæku Íslam; og sjúkdómshugtök voru ekki inni í myndinni.“


Það má svo hugleiða af hvaða hvötum þeir félagar fjalla um málið á þennan hátt á þessum tíma. 

 

 


mbl.is Ætlaði að sprengja fleiri hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband