Leitað að skýringum.

Fyrir venjulegt fók er erfitt að skilja hvers konar maður það sem fremur hryðjuverk eins og Breivík framdi í Noregi. Mörgum dettur í hug geðröskun, sem sjáfsagt verður skoðað, þrátt fyrir athugasemdir nokkurra Íslendinga. Margir velta fyrir sér aðstæðum sem gætu hafað mótað Breivik. Þá hafa komið fram tilgátur um siðblindu.

Það er athyglisvert að fara yfir helstu einkenni siðblindu skoða hana í ljósi þess sem gerst hefur. Helstu einkennin eru: 

  • Tillitsleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum í eiginhagsmunaskyni.
  • Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum sem leiðir oft til afbrota.
  • Viðkomandi beita ofbeldi ef það þjónar eigin stundarhagsmunum.
  • Beita lygum og blekkingum auðveldlega.
  • Hafa litla stjórn á löngunum, framkvæma fljótt það sem þeim dettur í hug en sjá ekki fyrir afleiðingarnar og læra ekki af reynslunni.
  • Hafa grunnar tilfinningar og hafa ekki samúð með öðrum nema á yfirborðinu.
  • Hafa ekki hæfileika til að tengjast öðrum tilfinningaböndum.
  • Athyglissýki
  • Samviskuleysi.
  • Plottárátta
  • Brókarsótt


Það eru margir af þessum þáttum sem geta átt við Anders Breivik en siðblindu getur verið mjög erfitt að greina og það gerist oft ekki nema á nokkrum tíma. Siðblindir einstaklingar eru taldir vera 1-5% eftir því hversu stíf skilgreiningin er. Þessir einstaklingar planta sér gjarnan í ábyrðarstöður stórfyrirtækja, því þeir er ábyrðarlausir og mjög viljugir til að taka áhættu. Þeir fara gjarnan í fjölmiðla og stjórnmálin er þeim sérstaklega kær, sem er talin ein helsta ástæða þess að óheilindi í pólitíkinni er eins mikil og raun ber vitni. Séreinkenni? Tilfinningaleysi gagnvart öðrum, lygar og óheildini, jú, og sérstök árátta til framhjáhalds og .... þá láta aðra vita af því!

Siðblinda getur því verið hluti af greiningu á Anders Breivik, en er sennilega aðeins hluti dæmisins. 

 


mbl.is Myndin af morðingjanum skýrist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband