10.8.2011 | 16:07
Má ekki elska mömmur?
Ég elska Office 1. Fyrirtækið er frumlegt og það er ágætt að eiga viðskipti við fyrirtækið. Nú tóku Office 1 sig til og auglýsti að þeir elskuðu mömmur, og þorðu að segja það. Þeir eru nú ekki einir um það, því ég elska mömmuna á mínu heimili. Reyndar er ég ekki einn um það á heimilinu því stelpurnar mína elska mömmu sína líka. Öll tjáum við henni ást okkar reglulega, og mamman á heimilinu segir þá oft ,, jú jæja" og þar með er það afgreitt.
Þegar Office 1 segjast elska mömmur, þá brosa flestir út í annað. Flott hjá þeim. Nei aldeilis ekki. Fram er komin Íris Dögg Lárusdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf við HÍ sem gerir alvarlega athugasemdir við þessa auglýsingu.
Mér finnst alltaf jafn sorglegt að sjá svo greinilega ýtt undir ójafnrétti foreldra og þar með viðhaldið þeirri hugmynd í samfélaginu að mæður séu betri eða meiri foreldrar en feður." segir Íris
Mér finnst svona kvenréttindaofurjafnréttiskerlingar alveg nauðsynlegar í mannlífið. Rétt eins og mér þykir alltaf vænt um njólana í náttúrunni. Oftast kemur svona ofurviðkvæmni fram hjá ungstelpum, sem halda þá oft að heimurinn snúist um þær. Þegar þetta þarfastig kemur upp hjá stútungskerlingum verður það bara broslegt. Það vantar bara að þær klæði sig í djarfar flíkur, til þess að ná athygli. Það þó að það hafi yfirleitt engin áhrif, öllum er slétt saman.
Office 1 er hins vegar bara í góðum málum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2011 | 10:47
Engin stefnubreyting hjá landsliðinu!
Nú er það yfirlýst stefna fyrir leikinn á móti Ungverjalandi úti, að gengi liðsins verði ýtt til hliðar. Það þýðir enga stefnubreytingu. Gengi liðsins hefur verið afar slæmt undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Péturs Péturssonar. Ráðning þeirra á sínum tíma var mjög eðlileg á sínum tíma, báðir höfðu náð góðum árangri. Árangur þeirra félaga er hins vegar afleitur og af þeirri niðurstöðu verður starf þeirra metið. Nú bíða allir eftir að þeir hætti.
Mér þykir vænt um að mér finnst ekki vera neitt skítkast út í þá félaga, því hér á árum áður hafa landsliðsþjálfarar fengið mjög slæma útreið. Minni á Atla Eðvaldson og Eyjólf Sverrisson sem tóku landsliðsþjálfarastöðuna full snemma. Gagnrýni á þá félaga var stundum afar óhefluð og ósmekkleg.
Nú er að klára þennan leik, en ég verð ekki fyrir miklum áhuga á úrslitum hans. Þetta er fyrst og fremst æfing.
Fyrir KSÍ væri til umhugsunar í framtíðinni að spilaðir yrðu fleiri æfingarleikir, þannig að hægt væri markvisst að skoða fleiri leikmenn.
![]() |
Gengi liðsins ýtt til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. ágúst 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10