Jón Ásgeir krefst afsökunarbeiðni frá Tékkunum!

Nú hefur komið í fréttum að tékknesk  rúta fór á kaf í Blautulón. Nú veit ég ekki hvort það hefði verið gert stórmál úr þessu, ef um íslendinga hafi verið að ræða, en Tékkar, guð minn góður. Birjað var að halda því  fram að um sérstaka náttúruníðinga hafi verið að  ræða og þá sýndar myndir af vefsíðu fyrirtækisins og af Youtube málflutningum til stuðnings, bentu menn á að þessar myndir gætu auðveldlega verið á röngum hraða og væru það að öllum líkindum. Þá var sýndur árekstur þar sem rútan liggur á þaki jepplings. Þá vildi svo til að til var önnur mynd, þar sem sýnir löng bremsuför jepplingsins, sem bendir til glannalegs akstur jepplingsins. Þá komu fram forráðamenn leiðsögumanna sem lögðu til að íslenskir fararstjórar yrðu alltaf með í för. Ekki keyrði tékknesi fararstjórinn, og ekki eru  heimamenn ávallt í för með íslenskum farastjórnum í för með íslenskum hópum erlendis.

Loks kemur Vísir.is miðlill Jóns Ásgeirs með fyrirsögnina: ,,Biðjast afsökunar á framferði sínu". Þá er dómurinn fallinn. 

Eigum við ekki að sýna  erlendum ferðafyrirtækjum sömu viðrðingu og við ætlumst til að okkar fyritæjum, erlendum fararstjórum sömu virðingu og innlendum. Það er full ástæða til þess að taka á slæmri umgengni um íslenska náttúru, hvort sem innlendir eða erlendir aðilar eiga í hlut. Innlegg frá innlendum fararstjórum í þessa frétt var einhvernvegin hallærisleg. Fyrirsögnin í Vísi sem skrifuð var af Jóni Hákoni Halldórssyni var einhvern vegin uppfull af heimóttarskap og útlendingahatri í bland við heimsku. Enn telja þörf fyrir Jón Ásgeir í íslenska fjölmiðlaheiminum.  


 


mbl.is Biður Íslendinga afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband