Að breyta Neytendasamtökunum í einkaklúbb!

Víða í Evrópu eru Neytendasamtökin áhrifamikið afl í samfélögunum. Stjórnvöld taka tillit til þeirra þar sem innan samtakanna er fagfólk og stjórnarfólk vinnur að fagmennsku sem er öðrum til fyrirmyndar. Þetta á ekki við á Íslandi. Formaður Neytendasamtakanna rekur samtökin eins og einkaklúbb og enginn tekur mark að því sem frá samtökunum kemur. Af þessum sökum varð að stofna hagsmunasamtök heimilanna. Stjórnvöld réðu Umboðsmann neytenda sem reyndar hefur staðið sig mjög vel.

Neytendasamtökin á Íslandi eru ólýðræðislegur einkaklúbbur. Ef  einhverjum dytti í hug að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, þarf viðkomandi að ganga í gegnum flóknara og torveldara ferli en að bjóða sig fram til Forseta Íslands, eða formann í stjórnmálaflokkunum. Viðkomandi þarf að bjóða sig fram mörgum mánuðum fyrir þing samtakanna og þá á eftir að ákveða ferlið. Þetta viðgengst m.a. á Íslandi vegna þess hversu fáir fjölmiðlamenn eru að vinna vinnuna sína. 


mbl.is „Standa ekki undir hækkunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband