Voru fleiri hliðar á fjárfestingu Kínverjanna?

Ómar Ragnarsson bloggaði um hugsanleg kaup kínversk auðmanns á Grímstöðum á Fjöllum. Ómar sagði að á þessu máli væru margar hliðar. Ég hafði heyrt gagnrýnisraddir sem flestar tengdust þjóðerni kaupandans og gagnrýndi Ómar fyrir færsluna, óverðskuldað. Ómar fær mína afsökunarbeiðni.

Við nánari skoðun er í fyrsta lagi efast um að þessi kínverji standi á bak við fjárfestinguna. Í  öðru lagi er landsvæðið það stórt að huga þarf að aðgengi að svæðinu  út frá almannahagsmunum. Í þriðja lagi er mjög  sérstök aðkoma áhrifamanna innan Samfylkingarinnar að þessu máli, sem hlýtur að orka mjög tvímælis. Þannig á kínverski fjárfestirinn að hafa verið keyrður um á bílaleigubíl greiddum af Utanríkisráðuneytisins.

Í fjórða lagi er talið  mjög ósennilegt að innanríkisráðherra VG samþykki  söluna, en samkvæmt lögum verður að gefa undanþágu fyrir slíkri sölu.

Í fimmta lagi, hefur verið gefið í skyn Kaupþingsáhrif varðandi þessa fréttamennsku. Sem kunnugt er talið að áhrifamenn innan Kaupþings hafi ,,fengið" nafn á forríkum olíukóngi sem hafi átt að kaupa í Kaupþingi, en var bara trikk til þess að hækka verð hlutabréfa. Í þessu dæmi standi ekkert til, en fréttin tilkomin til þess að hækka væntingarvísitöluna á Íslandi. Hér hefur ekkert verið að gerast frá því að þessi ríkisstjórn tók við.  

Nú verður gaman að sjá hverning fjölmiðlar taki á málinu. 


Bloggfærslur 28. ágúst 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband