Röng ríkisstjórn, með ranga umsókn um inngöngu í ESB, á röngum tíma.

Á árunum 2005-2007 var vaxandi fylgi fyrir því að kanna hvað innganga í ESB hefði í för með sér fyrir íslenska þjóð. Íslensk króna með óagaða stjórnmálamenn, þýddu sveiflur á gengi krónunnar sem kom atvinnulífinu mjög illa. Sveiflur á gengi krónunnar var líka slæm fyrir verðvitund almennings og þar emð lífskjör. Af þessum sökum voru margir sem vildu skoða aðra galdmiðla. Evran kom fyrst upp í hugann, þar sem við eigum mikil viðskipti við löndin ESB. Það að festa sig við Evruna er hins vegar oft trúaratriði, því aðrar myntir gætu komið til greina eins og norska krónan.

Stuðningurinn við könnunarviðræður var um 70% fyrir hrun. Ef spurt hefði verið um formlega aðildarumsókn hefði fylgið án nokkurs vafa verið miklu minna. Aðeins einn stjórnmálaflokkur var með það á dagskránni að sækja um aðild að ESB, en það er Samfylkingin. Það er í raun mjög ólýðræðislegt að kanna ekki hvað aðild að  ESB þýðir með vilja 70% þjóðarinnar á bak við sig. Eftir hrun var einnig hrun í þeim hópi sem vildi viðræður við ESB. Nú eru um 70% á móti aðildarviðræðum. Meira að segja hörðustu spekingar ESB aðildar viðurkenna að þessi staða er afkáranleg. 

Það er flestum ljóst, að aðild verður ekki samþykkt, nema Íslandingar haldi fullum umráðum yfir fiskstofnum sínum og að ásættanleg markmið náist fyrir íslenskan landbúnað. Til þess að þetta megi verða verður ESB að breyta fiskveiðistefnu sinni. 

Hrunið á Íslandi veikir einnig stöðu okkar gagnvart ESB. Það er ekki mikill vilji til þess að taka inn enn eitt vandamálalandið í sambandið. 

Þegar við þetta bætist að það hriktir í stoðum ESB. Grikkland, Ítalía, Spánn, Portúgal og Írland eiga í miklum erfiðleikum, er ekki líklegt að ESB verði sérstaklega sveigjanleg gagnvart Íslandi. ESB á við nóg vandamál að stríða. 

Það er því ekki góður tími fyrir Ísland að sækja um aðild að ESB í dag, umsóknin nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar né Alþingis. Ríkistjórn VG og Samfylkingar er því röng ríkisstjórn, með ranga umsókn á röngum íma. 


mbl.is S&P lækkar Bandaríkin í AA+
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband