Sársvekkti forsætisráðherrann!

Samtök Atvinnulífsins og Alþýðusambandi hafa ítrekað gert samninga með aðkomu ríkisstjórnarinnar. Bæði launþegar og atvinnurekendur styðja sín samtök í gerð samninganna. Það eina sem stendur útaf er að ríkisstjórnin stendur aldrei við neitt sem þeir lofa, ekki frekar en ríkisstjórnin stendur ekki við neitt sem þau lofa fólkiniu í landinu. Ríkistjórnin hafði mikinn stuðning í upphafi, og rúmlega 65% þjóðarinnar studdi Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú er það fylgi komið niður í kjallara. Jóhanna á eftir að vera svekkt og sár á laugardaginn. Þá mætum við klukkan fyrir klukkan 10 á Austurvöll. Þá mun hún hitta sárt og svekkt fólk. Fólk sem hún hefur logið að og svikið. Það að færa fundartímann frá 13.30 til kl. 10 hefur hleypt illu blóið í fólk. Fólkið í landinu lítur á það sem tilraun ríkisstjórnarinnar til þess að koma í veg fyrir að fólk fái að tjá skoðanir sínar.
mbl.is Sár og svekkt vegna orða SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar áherslur!

Það að flýta setningu Alþingis er afar grunnhyggin ákvörðun. Ef tíminn 13.30 hefði staðið kæmu á Austurvöll 8-10 þúsund mótmælendur. Stærsti hluti þess friðsamt fólk sem vill tjá óánægju sína. Heyrði í gær að sjálfboðaliðar ætluðu að taka það að sér að halda uppi lögum og reglu. Breyttur tími þýðir að nú ber meira á ólátaseggjunum. Ríkisstjórn sem ekki þorir að horfast í augu við almenning á landinu á að segja af sér.

Heyrði í Margréti Tryggvadóttur, sem mér skilst að sé ennþá á Alþingi. Henni fannst sú ráðstofun að flýta setningunni, alveg skiljanleg. Þannig losnaði starfsfólk Alþingis fyrr úr vinnunni á laugardaginn. Hún var heldur ekkert á því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Þessi kona kom úr Borgarahreyfingunni, sem taldi sig eina málsvara fólksins í landinu. Afsprengi búsáhaldabyltingarinnar. Sigur hún á Alþingi og eina baráttumálið hennar er að halda sér á Þingi út tímabilið. 


mbl.is Flýta setningu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2011

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband