11.1.2012 | 22:36
Sorglegur grínisti!
Jón Gnarr var tekinn á beinið hjá Sigmari Guðmundssyni í Kastljósi. Ég er einn af þeim sem þykir vænt um Jón Garr og kann oft vel að meta húmór hans. Hef verið opinn fyrir hvað Jón hafði í huga að gera, því hann hefur mjög áhugaverðu fólki að skipa í sinni sveit. Þetta var hins vegar verulega ömurlegt. Sigmar spurði og Jón gat ekki svarað. Jón Gnarr svaraði út ú hött, aftur og aftur ekki vegna þess að hann væri fyndinn heldur vegna þess að hann ræður alls ekki við verkefnið. Að öllum líkindum er honum það ljóst nú , hafi honum ekki verið það áður.
Brandarinn gekk ekki upp í kvöld. Þetta var vandræðalegt, reyndar sorglegt. Það sem ég óttast að í kvöld hafi Jón ekki bara gert lítið úr borgarstjóraembættinu, heldur einnig grínistanum Jóni Gnarr. Gamanleikþættinum er lokið, hann fær enga stjörnu. Það hlógu engir, poppið hefði líka mátt vera betra.
Bloggar | Breytt 12.1.2012 kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.1.2012 | 13:02
Flokkslausir jafnaðarmenn á Íslandi.
Fjórflokkakerfið sem ríkt hefur á Íslandi undanfarna áratugi, hefur ekki verið til staðar að ástæðulausu.
Við höfum verið með frjálslynda og íhaldsmenn í einum flokki Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur með stefnu eins og stétt með stétt náð til 30-45% kjósenda.
Framsóknarflokkur er miðjuflokkur sem lagt hefur áherslu á landsbyggðina, bændur en í vaxandi mæli leitað á slóðir jafnaðarmanna og frjálslyndra. Hafa veirð með 10-20% fylgi.
Sósíalistar voru lengi vel sterkir, með Alþyðubandalagið gegnu til samstarf við jafnaðarmenn með stofnun Samfylkingarinnar, en átök bæði persónuleg en líka um stefnu leiddu til stofnunar VG. Vaxandi stuðningur við umhverfismál hérlendis, bjó til Vinstri græna. Áherslurnar eru hins vegar mestar á vinstri. Fylgið hefur verið um 10-20%
Jafnaðarmenn voru lengst af í Alþýðuflokki. Af mörgum ástæðum hafa jafnaðarmenn ekki náð eins miklum árangri hérlendi. Þeir hefur tekist m.a. ílla að ná til jafnaðarmanna á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Margir forráðamenn hafa því valið að taka hagsmuni höfðuborgarsvæðissins fram fyrir hagsmuni landsbyggðar. Af þessum sökum m.a. var Alþýðuflokkurinn sterkur á höfðuborgarsvæðinu og síðan að einhverju leiti á Akureyri. Við stofnun Samfylkingarinnar kom fyrsti formaðurinn frá Sósíalistum, síðan frá Kvennalista og nú aftur frá sósíalistum. Það sem verst er fyrir jafnaðarmenn að núverandi flokksforysta er að þurrka áhrif jafnaðarmanna út úr flokknum.
Eftir síðustu uppákomur í Samfylkingunni eru jafnaðarmenn heimilislausir. Einhver hluti þeirra mun eflaust ganga í Sjálfstæðisflokkinn, aðrir í Framsókn, en eftir stendur að heildin hefur engan vettvang. Ég sé ekki að nýju flokkarnir muni leysa þennan vanda. Reynslan hefur líka sýnt að smáflokkar hafa haft afar lítið erindi upp á dekk.
Það hlakkar eflaust í einhverjum við þessa stöðu, en það er misráðið. Hugmyndafræði jafnaðarmanna á sér hljómgrunn meðal margra Íslendinga. Margir hafa t.d. kynnst jafnaðarmennsku þegar þeir hafa búið á Norðurlöndunum eða annars staðar í Evrópu.
Þegar tillögu um landsfund Samfylkingarinnar var vísað til framkvæmdastjórnar fokksins, var verið að hafna nýjum landsfundi. Þeir sem skildu það á annan hátt eru annað hvort byrjendur í pólitík eða félagsmálum, eða þeir voru að skemmta skrattanum.
Það er erfitt að sjá að jafnaðarmenn nái vopnum sínum t.d. með Guðmundi Steingrímssyni og Besta flokknum. Líklegast verður að telja að annað hvort verði Alþýðuflokkurinn endurvakinn, eða nýr flokkur eins og Jafnaðarmannaflokkurinn verði stofnaður. Hvað sem skammtímahagsmuni varðar þá núverandi staða ekki íslenskum stjórnmálum til góðs. Margir úr forystu VG sjá fyrir sér að með núverandi stöðu muni flokkurinn ná yfirburðastöðu á vinstri vængnum og þar með samkeppnina við jafnaðarmenn. Það verður aldrei varanleg staða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 11. janúar 2012
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10