16.1.2012 | 23:44
Bæjarstjórastóllinn í Kópavogi - harmleikur í allt of mörgum þáttum.
Þeir sem áttu von á siðbót eftir hrun, verða að vera afar þolinmóðir. Það á víða eftir að taka til. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu töpuðu bæði Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur. Sigurvegar kosninganna voru Næst besti flokkurinn og Kópavogslistinn. Það var ekkert óeðlilegt við það að næsti meirihluti væri skipaður minnihlutaflokkunum Samfylkingu og VG, auk Næst besta flokknum og Kópavogslistanum. Við myndun meirihluta kom mjög skýrt í ljós að Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar var með bæjarstjórastólinn efst á málefnalistanum, það svo að lengi vel leit út fyrir að ekkert yrði af samstarfinu. Það var Kópavogslistinn sem sagði alfarið nei og var ekki hnikað. Kópavogsbúar ættu að minnast þessarar stefnufestu. Hana ber að virða.
Ráðning Guðrúnar Pálsdóttur kom ekki endilaga á óvart. Glögg kona, og vel meinandi. Hún hafði starfað sem yfirmaður hjá bænum í rúmlega 20 ár, sem fjármálastjóri og síðar sem sviðstjóri menningar og fræðslusviðs. Það var hins vegar alveg ljóst að ráðning hennar gerðu einhverja starfsmenn bæjarins svekkta.
Þeir sem til þekkja töldu að Guðríður mæti Guðrúnu fyrst og fremst hlýðna, þar sem Guðrún væri svo kurteis. Þar misreiknaði Guðríður sig. Guðrún hefur eflaust neitað að sukka með Guðríði og þar með féll hún í ónáð. Guðríði til mikillar gleði missteig Guðrún sig með því að lána dóttur sinni bæjarstjórabílinn. Guðríður gat hins vegar ekki notfært sér þetta glapparskot og það getur hún alls ekki fyrirgefið.
Mannorð Guðrúnar er nú laskað. Hennar bíður að skýra alþjóð fra vinnubrögðum Guðríðar Arnardóttur. Þá mun Guðrún spila á Baugsmiðlana, en Guðríður er sérstök dekurróa þeirra, og bæjarstjóraefni. DV mun síðan eflaust fylgja á eftir og taka Guðrúnu niður. Guðríður reynir að telja fjömiðlum trú um að hún hafi bara alls engan áhuga á að verða bæjarstjóri. Það var bara tilviljun að nýlega fékk hún Ómar í Framsókn uppí. Það dugði bara ekki til. Nú eru bæði Kópavogslistinn og Næst besti flokkurinn harðákveðnir að það sé ekki verjandi að setja Guðríði í bæjarstjórastólinn. Helsta ástæðan er fyrir utan yfirgang, frekju og takmarkalausan egóisma, er að þeim þykir ekki viðeigandi að hafa bæjarstjóra sem hafi nef sem eigi það til að lengjast og skreppa saman í tíma og ótíma. Guðríður er sögð víst vera náskild Gosa nokkrum.
Bloggar | Breytt 17.1.2012 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 16. janúar 2012
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10