Þingkona réttlætisins?

Hún er furðulegur fugl hún Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.  Hún fór á þing sem einu fulltrúar þjóðarinnar eftir Búsáhaldabyltinguna. Það skyldi komið á betri vinnubrögðum og siðum. Fljótlega eftir á Alþingi var komið, kom í ljós að hún hafði afskaplega frátt fram að færa. Þá ákvað hún í stað þess að breyta Íslandi, að breyta heiminum. Hún valdi sér Wikileaks til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, á meðan almenningur á Íslandi borgði launin hennar. Að nafninu til mætti hún á Alþingi. Í Bandaríkunum eru þessi samtök grunuð um að brjóta landslög, og af einhverjum ástæðum óskuðu  bandaríks stjórnvöld eftir að fá twitterfærslur Birgittu.

Flestir hérlendis sýndu þessu uppátæki Birgittu umburðarlyndi, þó víða um heim væri hún fordæmd. Brigittu þótti hins vegar afar skemmtilegt að komast í sviðsljósið.

brigitta_og.jpg

 Julian Assange stofnandi Wikileaks var sagður á árum áðum hafa verið harkari, og á Wikipedia segir: ,,Í undirheimum internetsins var hann þekktur undir heitinu mendax og var þekktur fyrir að geta skurkað sig inn á flóknustu öryggiskerfi heims. Ein af höfuðreglum hans, sem hann nefnir í bókinni Underground, var að skemma aldrei þau tölvukerfi sem hann brýst inn í." Nú segir Julian Assange að Wikileaks brjótist ekki inn í tölvukerfi. 

Svo vill þó til að einn af fáum íslenskum samstarfsmönnum Wikileaks  er barnungur strákur, sem hefur vakið athygli fyrir tölvuhark á Íslandi. Í raun er nú ekki mikill lagalegur munur að brjótast inn í tölvukerfi eða brjótast inn í hús. 

Þegar  Birgitta hafði starfað í allnokkurn tíma með Wikileaks vöktu samskipti þingkonunnar við þennan barnunga strák, sem m.a. hafði verið kallaður fyrir hjá yfirvöldum  nokkra athygli. Voru þau viðeigandi? Varla var þingkonan að kenna barninu mannkynsögu. 

Þessi samskipti urðu síðan enn umdeildari þegar njósnatölva fannst í Alþingishúsinu, á sömu hæð og þingmenn Hreyfingarinnar. Það er varla hægt að ásaka fólk fyrir að leggja saman tvo og tvo. Birgitta varð alveg orðlaus og vissi bara ekki nokkurn skapaðan hlut.

Það sem vekur ekki síður furðu að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir  héldu málinu leyndu fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í rúmt ár! Hver var tilgangurinn með yfirhylmingunni? 

Það er alls ekki hægt að saka fólk fyrir að um að fara sannfæringu sinni, en það eru takmörk hversu langt má gagna. Ég þykist sannfærður um að Birgitta óskar eftir að skipuð verði rannsóknarnefnd í njósnatölvumálinu og ég skora á hana að koma fram með tillögu um slíkt á Alþingi. 

Nú er  Birgitta aftur oðin orðlaus. Vegna þess að  Ögmundur Jónasson fer eftir sannfæringu sinni. Hún telur að Ögmundur eigi að segja af sér, fyrir að Ögmundur telur að draga eigi ákæru á hendur Geirs Haarde til baka. Birgitta er að setja sig í dómarahlutverk yfir Ögmundi.  Hún gæti þó orðið að fara  úr því hlutverki ef og þegar njósnatölvumálið verður tekið fyrir.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Frávísunartillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband